Gripla - 01.01.1990, Page 90
86
GRIPLA
Bjarni Guðnason hefur skrifað langt mál í formála DS um Knýtlinga
sögu, samtals 117 blaðsíður. í þessum meginhluta formálans er dreginn
saman mikill fróðleikur um heimildir sögunnar og víða leitað fanga.
Þarna hefur Bjarni leyst af hendi mikið og erfitt verk sem lengi mun
koma þeim að gagni, sem vilja fræðast um söguna og tilurð hennar, og
ég á ekki von á að niðurstöðum hans verði hnekkt að neinu marki.
Hér verður aðeins vikið að örfáum atriðum.
Á bls. lxxviii-lxxix er rætt það sem í sögunni segir um dauða Eiríks
jarls Hákonarsonar og bornar saman frásagnir Knýtlinga sögu, Fagur-
skinnu, Heimskringlu, Ágrips og Noregskonungatals. En í samanburð-
inn vantar frásögn ÓlTr; sú frásögn er hins vegar prentuð neðanmáls á
bls. 121, og þó ekki öll.
Það sem segir í 265. og 266. kapítula ÓlTr af Sveini tjúguskegg,
Knúti ríka og Eiríki jarli kemur heim við Ólafs sögu helga eftir Snorra
Sturluson aftur að ÓlTrEA II 317.1 ‘Rómferðar’, en þar á eftir er ÓlTr
sér um texta, sem hér segir:
En áðr hann hœfi þá ferð upp fekk hann til lækni at skera sér
úf. En í því er læknirinn miðaði til hvar hann skyldi af skera
gekk at þeim maðr; segja sumir menn at þar væri Knútr kon-
ungr, en hitt segja fleiri, at þar væri einn af þeim mpnnum er
váru á Orminum langa með Óláfi konungi. Sá maðr mælti til
læknisins: ‘Þar munda ek nú npkkuru meirr.’ Læknirinn svarar:
‘Hversu meirr?’ ‘Svá,’ sagði hann, ‘at eigi þyrfti optarr af at
skera en um sinn.’ Gekk þessi maðr þá í brott. En læknirinn veik
eptir orðum hans ok skar meira af úf jarlsins en hann hafði áðr
ætlat; blœddi þá ákafliga svá at eigi varð stpðvat. Fekk Eiríkr
jarl af því bana. Þá váru liðnir þrettán vetr frá því er hann barð-
isk fyrir Vinðlandi við Óláf konung Tryggvason.
Þessi klausa er ekki frumsamin af þeim sem setti ÓlTr saman; það
er augljóst af samsvörun við Fagurskinnu og Knýtlinga sögu, t.d. Fsk.:
‘Eiríkr jarl fekk bana á Englandi’, Knýtl.s.: ‘Fekk hann af því bana’ og
ÓlTr: ‘Fekk Eiríkr jarl af því bana.’ Ennfremur Knýtl.s.: ‘ok varð eigi
blóð stgðvat’ og ÓlTr: ‘blœddi þá ákafliga svá at eigi varð stQðvat.’
Síðasta setning klausunnar mun hins vegar frumsamin af höfundi
ÓlTr; hún er sama eðlis og athugasemdir hans um tímatal annars stað-
ar í sögunni.
í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson segir að Eiríkur jarl hafi