Gripla - 01.01.1990, Síða 91
UM DANAKONUNGASÖGUR
87
andast ‘af blóðláti þar á Englandi’,26 en í kvæðinu Noregskonungatali,
Agripi, sögu Noregskonunga eftir Theodoricus, Fagurskinnu, Knýtl-
inga sögu og ÓlTr segir að hann hafi andast er honum var skorinn úf-
ur, og er orðið blóðrás notað í Noregskonungatali, Ágripi og Fagur-
skinnu og ‘effusione sanguinis’ hjá Theodoricus. Af þessu er ljóst að
sögnin um dauða Eiríks jarls er gömul og hefur, að því er best verður
séð, fyrst verið skráð á bók í riti Sæmundar fróða, eins og Bjarni
Guðnason bendir á. En hver var heimild ÓlTr og hvernig stendur á
skyldleika hennar og Knýtlinga sögu? Líklegt væri að klausan um
dauða Eiríks jarls væri úr þeirri sömu sögu af Danakonungum og
stuðst er við í 60.-65. kap. ÓlTr, en einnig kæmu til greina Hlaðajarla
saga, Knúts saga ríka eða Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða. Skyld-
leiki klausunnar við Fagurskinnu og Knýtlinga sögu bendir óneitanlega
til að Knúts saga gæti verið heimildin. í málfari er ekkert sem bendir
td að klausan væri þýdd úr latínu, og er af þeim sökum líklegt að hún
muni hvorki komin beint úr riti Sæmundar fróða né Ólafs sögu
"fryggvasonar eftir Gunnlaug munk Leifsson.
A bls. lxxxviii-lxxxix í DS er borin saman frásögn Knýtlinga sögu og
Heimskringlu af hernaði Sveins tjúguskeggs á Englandi. Þarna hefði
verið betra að bera texta Knýtlinga sögu saman við Ólafs sögu helga
hina sérstöku, sbr. ÓIHJH 33.11-34.2:
Sveinn Danakonungr fór með her sinn vestr til Englands á hendr
Aðalráði Englakonungi Játgeirssyni ok áttu þeir orrostur ok
hqföu ýmsir sigr.
Og Knýtlinga sögu (DS 98):
At lykðum fór hann með her sinn vestr til Englands . . . Þar var
þá Aðalráðr konungr Játgeirsson. Þeir Sveinn konungr áttu
margar orrostur, ok hgfðu ýmsir sigr.
Sama máli gegnir um kafla á bls. lxxxi, þar sem eru taldar heimildir
sem eru samsaga Knýtlinga sögu um að Danakonungar hafi tekið skatt
uf Noregi eftir fall Haralds gráfeldar. Bjarni getur þess að í Heims-
kringlu sé tekið fram, að Hákon jarl hafi engan skatt goldið Danakon-
ungi, og rétt er það, að þannig stendur í Ólafs sögu Tryggvasonar í
Heimskringlu,27 en í Ólafs sögu helga stendur hins vegar:
HkrBA II, bls. 32.9, ÓIHJH, bls. 55.6-7.
HkrBA I, bls. 254.2-5.