Gripla - 01.01.1990, Síða 92
88
GRIPLA
Haraldr Gormsson, ÍQðurfaðir Knúts konungs, hafði eignask
Nóreg eptir fall Haralds Gunnhildarsonar ok tekit af skatta, sett
þar til landsgæzlu Hákon jarl enn ríka.28
Þessi texti er skyldari Knýtlinga sögu en allar aðrar varðveittar
heimildir. En þar fyrir má vel vera að höfundur Knýtlinga sögu hafi
ekki hér stuðst við Ólafs sögu helga eftir Snorra, heldur aðra heimild
eldri og þá væntanlega þá hina sömu og Snorri notaði.
Á bls. xci-cix fjallar Bjarni um frásagnir Knýtlinga sögu af Knúti
ríka og rekur skilmerkilega hvaða heimildir höfundurinn hafi stuðst
við, svo og hvað vitað er um ævi Knúts af öðrum heimildum. I þessum
kafla er dreginn saman mikill fróðleikur og vísað til margra rita, og ég
fæ ekki betur séð en að öll vinnubrögð við frágang þessa kafla séu til
fyrirmyndar. Bjarni getur þess (bls. xcii-xciii), að frásagnir Fagur-
skinnu af Knúti ríka, sem fræðimenn hafa talið runna frá Knúts sögu
ríka, skili sér ekki allar í Knýtlinga sögu, en samt verði að gera ráð fyr-
ir að höfundur sögunnar hafi notað Knúts sögu (sjá bls. xcvi). Bjarni
segist ekki koma auga á aðra skýringu en þá, ‘að höfundur Knýtl.s.
hafi litið á sögu sína allar götur frá Haraldi blátönn til Sveins Úlfssonar
sem eins konar inngang að sögu Knúts helga.’
Augljóst er, eins og Bjarni bendir á í formála, að höfundur Knýtl-
inga sögu hefur í frásögnum af Danakonungum frá Haraldi blátönn til
Sveins Úlfssonar látið hjá líða að taka upp í sögu sína mikið efni úr
heimildum sem þó er fullvíst að hann hefur haft við höndina, og er
ekki auðráðið hvernig á þessum vinnubrögðum stendur. Er e.t.v.
hugsanlegt að þarna sé ekki um að kenna höfundi sögunnar, heldur
eftirritara sem hafi skeytt sögunni aftan við handrit af Heimskringlu í
þeim tilgangi að búa til konungabók og hafi af þeim sökum sleppt öllu
sem hann hafði áður skrifað? Þessu verður aldrei svarað með vissu, en
a.m.k. er augljóst að sá sem gekk frá sögunni eins og hún er varðveitt
hefur gert ráð fyrir að lesendur hennar þyrftu ekki á því efni að halda
sem áður hafði verið skrifað í Heimskringlu. Kaflinn um Svein Úlfsson
er að vísu ekki eins ágripskenndur og það sem á undan er komið, en
þar er þó miklu sleppt af efni sem er í Heimskringlu. Með 23. kapítula
(sjá DS cxi), þar sem er sagt frá kvonfangi Sveins og börnum, breytir
sagan um svip og ber eftir þetta engin merki þess að textinn sé ágrip af
öðrum heimildum eða skrifaður sem fyllingartexti við þær.
28 ÓIHJH, bls. 337.1-3, HkrBA II, bls. 221.11-13.