Gripla - 01.01.1990, Page 93
UM DANAKONUNGASÖGUR
89
Á bls. cxiii-cxxxiv ræðir Bjarni um Knúts sögu helga, heimildir
hennar og tilurð. Niðurstaða hans er, að Knúts saga helga hafi engin
verið til á íslensku eldri en saga hans í Knýtlinga sögu. Höfuðröksemd
hans er sú, að í frásögnum Knýtlinga sögu af Knúti helga sé augljóst að
höfundurinn hafi leitað fanga í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson;
um þetta nefnir Bjarni ótvíræð dæmi. Og þetta væri allt gott og blessað
ef ekki væri vitnað til Knúts sögu helga í Morkinskinnu. Þar er frá því
sagt, að Ólafur kyrri Noregskonungur og Knútur Sveinsson hittust
austur í Elfi og komu sér saman um að gera her vestur til Englands og
að Ólafur kyrri fékk ‘Knúti konungi sex tigu stórskipa með ágætligum
búnaði ok traustu liði. . . ok var þat mælt, at hann hefði stórmannliga
til fengit at jafnmprgu liði, sem segir í sggu Knúts konungs . . .’29 Þessi
texti hefur verið tekinn eftir Morkinskinnu í Huldu-Hrokkinskinnu,
svo og í aukin handrit Heimskringlu, þ.e. Jöfraskinnu, Fríssbók, Eir-
spennil og Gullinskinnu. í formála fyrir DS segir Bjarni einungis að
‘lítið hald er í orðum Msk.’30 Aftur á móti hefur hann rætt þetta vanda-
mál nánar í grein sinni, Aldur og uppruni Knúts sögu helga, sem birtist
í Minjar og menntir, afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn, Reykjavík
1976, sjá bls. 56-58. Þar tekur hann undir það sem Finnur Jónsson seg-
ir í inngangi að útgáfu sinni af Morkinskinnu: ‘Dette stykke beror pá
fremstillingen i Knytlingasaga, og er uddrag deraf, her citeres ligefrem
»saga Knúts«.’31 Það er rétt, að kaflinn í Morkinskinnu getur verið
endursögn frásagnarinnar í Knýtlinga sögu; í texta Morkinskinnu er
það eitt umfram það sem stendur í Knýtlinga sögu, að Knútur kon-
ungur hafi gefið Norðmönnum ‘leyfi at fara í kaupferðir hvert er þeir
vildi ok sendi Nóregskonungi dýrligar vingjafar fyrir sitt liðsinni.’ En
varla er hægt að segja að sama orðalagi bregði fyrir í þessum textum.
Þá vaknar sú spurning, hvort sá maður sem setti varðveitta gerð Mork-
inskinnu saman hafi beitt sömu vinnubrögðum annars staðar, þ.e. gert
útdrátt úr langri frásögn án þess að neitt að ráði votti fyrir orðalagi
heimildarinnar, og ennfremur hvort hægt sé að finna önnur rök en
þessa ívitnun í Knúts sögu fyrir því að varðveitt gerð Morkinskinnu sé
yngri en Knýtlinga saga, og verður þá fyrst að reyna að ákvarða aldur
Knýtlinga sögu. Ef Ólafur Þórðarson hvítaskáld hefur samið hana er
J> Morkinskinna, uds. ved Finnur Jónsson, Kabenhavn 1932, bls. 293.8-12.
DS, bls. cxiv.
Nefnd útgáfa, bls. xxv.