Gripla - 01.01.1990, Síða 94
90
GRIPLA
líklegast að það hafi gerst á árunum 1253-59, en sumir fræðimenn hafa
þó talið söguna yngri, sjá DS clxxix-clxxxiv. En af þessu er ljóst, að
áður en fullyrt er að tilvísun til sögu Knúts konungs í Morkinskinnu
vísi til sögu hans í Knýtlinga sögu, verður að finna óyggjandi rök fyrir
því að varðveitt gerð Morkinskinnu sé yngri en Knýtlinga saga. Bjarni
Guðnason hefur ekki vikið einu orði að þessu vandamáli, hvorki í
grein sinni í Minjar og menntir, né heldur í formála fyrir DS, og ekki
verður ráðið fram úr því hér, enda hef ég ekki fundið að fræðimenn
hafi haft neinar áhyggjur af því, hvenær varðveitt gerð Morkinskinnu
hafi verið sett saman.
í síðari hluta formála fjallar Bjarni Guðnason rækilega um samband
Knýtlinga sögu og Danasögu Saxa málspaka, svo og tengsl sögunnar
við aðrar danskar heimildir. Bjarni heldur því fram, að höfundur
Knýtlinga sögu hafi stuðst við rit Saxa og styður mál sitt með dæmum
um samsvörun texta, en telur að með því að gera sér grein fyrir vinnu-
brögðum höfundar Knýtlinga sögu megi skýra mismuninn á frásögnum
Saxa og sögunnar. Bjarni hefur fært óyggjandi rök fyrir að höfundur
sögunnar hafi stuðst við danskar heimildir og telur ‘sjálfgefið, að höf-
undur Kný .s. hefur haft greiðan aðgang að bókasafni, líklega fyrir
orð konungs, og er þá hendi næst að gera ráð fyrir bókasafni erkistóls-
ins í Lundi, . . .’32 En nærri má geta, ef höfundur sögunnar hefur kom-
ist í bókasafn erkistólsins í Lundi, hvort hann hafi ekki séð þar rit
Saxa, og væntanlega láir honum enginn þótt hann hafi, þegar þess var
kostur, valið sér aðrar heimildir að fara eftir, sem ekki voru eins harð-
ar undir tönn og rit Saxa. Og hvort sem höfundurinn hefur verið í
Lundi eða annars staðar í Danmörku að viða að sér efni í sögu sína
hefur hann varla komist hjá því að líta í Danasögu Saxa.
Um Ágrip af sögu Danakonunga fjallar Bjarni á bls. clxxxviii-cxci.
Ritkorn þetta er varðveitt með hendi Árna Magnússonar í Don. var. 1
fol., Barth. D. (III), og segir Árni í fyrirsögn að það sé tekið eftir
skinnbók í 4to í Háskólabókasafni í Kaupmannahöfn, þar sem það hafi
verið aftan við Sverris sögu (‘Ex Ms. membraneo Bibliothecæ publicæ
Acad. Hafn. in 4to post Sverris sðgu in capsa rubra minori.’)
‘Ritið er í senn ættartala og króníka’, segir Bjarni Guðnason á bls.
clxxxviii í formála og fylgir þar Gustav Storm, sem gaf þetta rit út í
Forhandlinger i Videnskabs-Selskabet i Christiania Aar 1878, (Christi-
32
DS, bls. clxxvii.