Gripla - 01.01.1990, Síða 99
UM DANAKONUNGA SÖGUR
95
25. Bgrn Valdimars konungs ok Suffíu
dróttningar váru þau Knútr konungr
ok Valdimarr gamli, er síöan var
konungr í Danmgrk . . . (315.11-13)
26. Kristófórús hét son Valdimars.
Hann var frilluson. Tófa hét móðir
hans. (280.4-5)
27. Engilborg var ok dóttir Valdimars
konungs Knútssonar, er átti Phil-
ippús Frakkakonungr . . . Qnnur
dóttir Valdimars konungs var Ríkiz,
er átti Eiríkr Svíakonungr Knútsson
. . . Þriðju dóttur Valdimars kon-
ungs átti Vilhjálmr digri, son Hein-
reks hertoga af Brúnsvik, bróðir Ottó
keisara. (315.16-17, 18-20 og 23-25)
Þeira synir váru þeir Knútr konungr ok
Valdimarr konungr. (334.9-10)
Kristófór hertogi var ok son Valdimars
konungs. Tófa hét móðir hans. (334.10-
11)
H ra Viljálmr af Brúnsvík, bróðir Otta
keisara, fekk dóttur Valdimars konungs,
ok aðra fekk Philippús, konungr af Franz.
Hina þriðju átti Eiríkr Svíakonungr. Hon
hét Ríkiza. (334.11-14)
Af þessum samanburði er augljóst, eins og af samanburði konunga-
talsins og Heimskringlu, að annaðhvort verkið styðst við hitt, en að
öðrum kosti verður að gera ráð fyrir sameiginlegri heimild. Ef hand-
víst væri að konungatalið væri yngra en Knýtlinga saga er auðvitað ein-
lægast að gera ráð fyrir að höfundur þess hafi stuðst við söguna. Þó eru
fáein atriði sem vert er að veita athygli, áður en úrskurður er felldur. f
3. grein segir í Knýtlinga sögu um Svein tjúguskegg: ‘Hann var kallaðr
Sveinn tjúguskegg’, en í konungatalinu: ‘Þenna Svein kalla Danir ok
Norðmenn tjúguskegg.’ Aftur á móti segir í sögunni um Harald hein:
(10. grein): ‘Danir k<?lluðu hann Harald hein’, en í konungatalinu:
‘Haraldr, er kallaðr var hein. . .’ Ef gert er ráð fyrir sameiginlegri
heimild er líklegt að í henni hafi verið tekið fram um báða þessa kon-
unga, að Danir kölluðu þá þessum viðurnefnum. í konungatalinu er í
7. grein fullyrðing, að Sveinn Úlfsson hét Magnús öðru nafni, en í sög-
unni: ‘. . . Sveinn sá er sagt er Magnús héti Qðru nafni.’ Nafnið Magn-
ús er komið úr dönskum heimildum.36 Orðalag í konungatalinu kemur
betur heim við danskar heimildir en texti Knýtlinga sögu, sjá t.d. Wil-
helmi Abbatis Genealogia regum Danorum: ‘Iste Sveno, cognomento
Magnus . . ,’37 í grein 20 er undarlegt orðalag í Knýtlinga sögu: ‘ok á
inu þriðja ári áttu þeir Eiríkr konungr ok Óláfr átta orrostur ok þrjár á
36 Sjá DS, bls. 128, nmgr. 4.
37 Scriptores minores historiœ Danicœ medii œvi, Kóbenhavn 1970, I, bls. 178.28 og
179.21.