Gripla - 01.01.1990, Page 101
UM DANAKONUNGA SÖGUR
97
• ■ . ok í þeim bardaga, er þeir áttu, varð
Haraldr konungr sárr ok flýði til Jóms-
borgar í Vinðland ok andaðisk þar allra
heilagra messu ok var fluttr til Róiskeldu
ok jarðaðr þar. (DS 328.6-9)
Hann {þ.e. Sveinn tjúguskegg) helt illa
kristni. (DS 328.13)
Eptir dauða Eiríks konungs fekk Sveinn
konungr ríki sitt í Danmprk. (DS 328.15-
16)
Or þessi orrostu flydi Haraldr konungr
saR til Vinndlandz ok andaþiz við Ioms
borg allra heilagra messv dag. Lik hans
var flvtt til Rois kelldv ok iarðat at Kristz
kirkio þeiri, er hann sialfr let giora. (Alfr.
III 60.28-32)
. . . ok hellt illa kristni. (Alfr. III 60.33-
61.1)
Eptir dívða Eiriks konungs tok riki Olafr
s. hans i Sviðioð, enn Sveinn kom þa aptr
i Danmork. (Alfr. III 62.1-3)
Þar sem segir frá skírn Sveins tjúguskeggs er orðalag í konungatal-
•nu skyldara íslenska kaflanum úr riti Adams en nokkurri annarri
heimild. I Heimskringlu stendur: ‘Svá segja menn, at Ótta keisari
gerði guðsifjar við Svein, son Haralds konungs, ok gaf honum nafn
sitt, ok var hann svá skírðr, at hann hét Ótta Sveinn.’39 Þessi texti er
tekinn upp lítið breyttur í Knýtlinga sögu og ÓlTr; í þeim báðum er
orðafarið veitti guðsifjar Sveini í stað gerði guðsifjar við Svein í Heims-
kringlu.
Athugasemdin í konungatalinu og kaflanum úr riti Adams um að
Haraldur blátönn var jarðaður í Hróiskeldu er skyld spássíugrein í AM
2914to; í Jómsvíkinga sögu í því handriti segir að Haraldur blátönn var
veginn á Borgundarhólmi, og er ekki getið í texta hvar hann var graf-
inn, en undir texta stendur með hendi frá því um 1300: ‘lic haralz kon-
ungs uar fært til rois kelldo oc þar iarðat / Þa hafði hann konungr uerið
yfer donom .xl. oc vii. uetr eptir / G(orm) konung fauður sín’. Þetta er
tekið eftir óþekktri heimild; í þeirri heimild hefur bersýnilega verið
stuðst við Adam úr Brimum. Stjórnarár Haralds blátannar (47 vetur)
eru þó ekki hin sömu og hjá Adam, sem segir að Haraldur hafi ríkt
fimmtíu ár. í AM 291 4to eru á þremur stöðum spássíugreinar, allar
skrifaðar af sama manni, allar varðandi tímatal og væntanlega allar
teknar eftir sömu heimild. í hinni fyrstu, sem er vísað í texta þar sem
segir frá dauða Gorms gamla, stendur: ‘þa hafði hann konungr / uerið
yfir / donom ner tio / tigom uetra’. Þetta er bersýnilega tekið eftir
sömu heimild og frásögnin af dauða Gorms gamla í ÓlTr og Jómsv. 7
rekur rætur til (sjá bls. 77-78), en þar stendur: ‘Þá hafði hann verit
39
HkrBA I, bls. 262.11-14.