Gripla - 01.01.1990, Page 102
98
GRIPLA
konungr tíu tigi vetra.’40 Annarri spássíugrein er vísað í texta þar sem
segir frá falli Haralds gráfeldar: ‘þa hafði hann / raðit fyrir nor/egi .xv
uetr / met berðrum (villa fyrir breðrum) / sinum oc guNÍldi / M(oðor)
s(inni).’ Þetta er tímatal Ara fróða.41
Augljóst er að upphaf konungatalsins á ekki rætur að rekja til sömu
heimildar og 60. kapítuli ÓlTr, og verður af þeim sökum ekki gert ráð
fyrir að það styðjist við þá sömu sögu af Danakonungum og höfundur
ÓlTr notaði. Einnig er augljóst að upphaf Knýtlinga sögu hefur ekki
verið aðalheimild að frásögn konungatalsins af Haraldi blátönn, Sveini
tjúguskegg og Knúti ríka. Um Knút ríka segir að ‘hann fór með tólf
hundruð skipa í Nóreg’ (DS 329.15). Þetta kemur heim við helgisög-
una af Ólafi helga: ‘Siglir sunnan af iotlande ivir lima fiorð með .xíí.c.
skipa’,42 Fagurskinnu: ‘. . . oc com i Limafiorð. oc sigldi þaðan til Nor-
egs með .xii. .c. skipa’43 og ÓlTr: ‘Hann hafði eigi færa en .xij.c.
skipa.’44 Einnig er tekið fram í konungatalinu, að Ólafur helgi varð að
‘rýma landit fyrir Knúti konungi, ok fór hann fyrst í Svíaríki ok síðan
austr í Hólmgarð’ (DS 329.18-19). í helgisögunni segir að Ólafur helgi
fór ‘allt i sviðþioð austr . . . Oc var annan vætr i holmgarðe.’45 í öðrum
heimildum er ekki tekið fram hve mörg skip Knútur konungur hafði
þegar hann fór að leggja undir sig Noreg, og Hólmgarður er ekki
nefndur í heimildum sem segja frá flótta Ólafs digra austur í Garða-
ríki, öðrum en konungatalinu og helgisögunni. Enn er þess að geta, að
Heinrekur sonur Sveins Sveinssonar, Úlfssonar, er nefndur Heinrekur
halti í Knýtlinga sögu, en Heinrekur skötulær í konungatalinu (DS
332.15-16 og 22-23) og í Fagurskinnu. í Fagurskinnu segir um Ingiríði
drottningu Haralds gilla, að ‘Ingiriði hafðe fyrr atta Heinrekr skotu-
lær. sunr Sveins Sveinssonar Dana konongs’,46 sbr. DS 332.22-23. í
Heimskringlu er Heinrekur nefndur halti og ættfærður á sama hátt og í
40 ÓlTrEA I, bls. 131.6-7, Jómsvíkinga saga, Ed. by N.F. Blake, Nelson’s Icelandic
Texts, Alva 1962, bls. 7.18-19.
41 Sjá Svend Ellehdj, Studier over den œldste norr<t>ne historieskrivning (Bibl. Arn.
XXVI), bls. 70.
42 Olafs saga hins helga. Utg. ved Oscar Albert Johnsen, Kristiania 1922, bls. 64.2-3.
43 Fagrskinna, udg. ved Finnur Jónsson, Kobenhavn 1902-03, bls. 171.5-7.
44 ÓlTrEA II, bls. 327.14.
45 Olafs saga hins helga, nefnd útgáfa, bls. 71.17-20.
46 Fagrskinna, nefnd útgáfa, bls. 341.7-9.