Gripla - 01.01.1990, Side 103
UM DANAKONUNGA SÖGUR
99
Fagurskinnu: ‘Hann var sonr Sveins Sveinssonar Dana konungs.’47 í
Knýtlinga sögu er hann einnig ættfærður á sama hátt: ‘Hann var son
Sveins Sveinssonar konungs Úlfssonar, manni firnari en brœðrungr
Knúts lávarðar.’48 Viðurnefnið skötulær er komið úr dönskum heim-
ildum (Brevis historia regurn Dacie eftir Svein Ákason og Vetus chron-
ica Sialandie), þar sem það er skrifað ‘Skatelar’ og í Danmarks gamle
personnavne, II Tilnavne, dálk 968, er talið dregið af fuglsnafninu ska-
de, sem ennþá heitir skata á sænsku, en skjór á íslensku. Sá fugl hefur
svipað göngulag og hrafninn, og væntanlega hefur mönnum þótt fóta-
burður Heinreks halta minna á það göngulag.
Fað sem nú hefur verið talið vekur grun um, að höfundur kon-
ungatalsins hafi raunar ekki stuðst við Knýtlinga sögu; öllu fremur sé
rétt að gera ráð fyrir að höfundur sögunnar hafi þekkt konungatalið,
stuðst við það sums staðar, en tekið Heimskringlu fram yfir, þar sem
þess var kostur.
Gustav Storm hélt því fram, að handrit það sem Árni Magnússon
skrifaði eftir hefði verið frumrit:
Saaledes som Sagaen foreligger i Ames Afskrift tyder alt paa, at
h a n s Original ogsaa virkelig var Original, ikke Afskrift, thi der
findes ingen Afskriverfeil, ingen Misforstaaelser i hele Stykket.49
Þetta er ofmælt. Bjarni Guðnason hefur bætt orðinu landit við á eftir
DS 329.13 hann og einnig landi á eftir DS 335.19 þýðersku, og verður
ekki betur séð en að báðar þær leiðréttingar eigi rétt á sér. Og enn er
þess að geta að DS 327.2 Slésvík er í eftirriti Árna skrifað ‘Sleivik’.
Hins vegar mun tímasetning Storms á skinnbókinni fara nærri réttu
lugi: ‘. . . Stykket er indskrevet i 2den Halvdel af 13de Aarhundrede
• • .’50 Storm taldi öruggt að skrifarinn hefði verið Norðmaður, en þar
hefur honum sést yfir, að skrifarinn hefur ekki gert greinarmun á œ og
æ> sem runnu saman í eitt hljóð í íslensku á 13. öld, en Norðmenn
héldu aðskildum: dæmi um það eru orðin ‘Norrena’ DS 329.10,
‘kðrleik’ 330.9 og ‘berf^ttr’ 332.13. Einnig er ritað ‘bræðr’ 335.6, en
trúlega hefur það orð verið bundið í skinnbókinni og Árni lesið á
47 HkrBA III, bls. 369.5-6.
48 DS, bls. 254.8-9.
4Q
Forhandlinger . . ., bls. 12.
50 Sama rit, bls. 12.