Gripla - 01.01.1990, Page 104
100
GRIPLA
þennan hátt úr bandinu. Norskir rithættir, sem mikið er af í textanum,
eru ekki þess eðlis að þeir gætu ekki komið fyrir í íslensku handriti frá
því um 1300 eða frá síðasta fjórðungi 13. aldar; ‘Qy’ fyrir ey (‘Dagmðy’
DS 335.12) er þó sjaldséð hjá fslenskum skrifurum, en ekki dæmalaust,
sjá SD lii.9-10. Þjóðerni ritarans sem skrifaði þennan texta í skinnbók-
ina sannar vitanlega ekkert um það, hvort íslendingur eða Norðmaður
hafi samið hann. En orðalag, þar sem Norðmanna eða Noregs er get-
ið, þykir mér heldur benda til að ritið hafi ekki verið samið af Norð-
manni: ‘. . . Eiríkr jarl, son Hákonar jarls ríka af Nóregi, við Óláf
Tryggvason Nóregskonung, er þar helt fyrst kristni . . .’ (DS 328.19-
329.2). ‘Magnús konungr góði af Nóregi . . .’(DS 330.14, sjá einnig
330.9-10, 331.8 og 11-12, 332.2). ‘Hann átti Málmfríði dróttning, er
fyrr hafði átt Sigurðr konungr í Nóregi Jórsalafari’ (DS 332.27-28).
‘Hann andaðisk á því sama ári sem Sverrir konungr í Nóregi’ (DS
335.7- 8). ‘Norðmenn fluttu lík Magnúss konungs til Nóregs . . .’ (DS
331.1-2). Aftur á móti hefur Gustav Storm bent á tvennt sem vissulega
væri ekki út í hött að gera ráð fyrir að Norðmaður hefði orðað: ‘Þenna
Svein kalla Danir ok Norðmenn tjúguskegg’ (DS 327.17-328.1). Og:
‘Knútr . . . ok kallaðr er á danska tungu ok norrœna Knútr ríki . . .’
(DS 329.9-10). En girnilegra er þó að gera ráð fyrir að þetta sé orðrétt
þýðing úr latínu, sbr. klausu sem Allan Karker hefur tekið upp úr
Gesta Svenomagni regis et filiorum eius et Passio gloriosissimi Canuti
regis et martyris í grein sinni: The Disintegration of the Danish Tongue
(,Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, Reykjavík
1977), bls. 483: ‘Isonii, qui etiam . . . Glaciales tam patria quam et
Danica et Normannica lingua nuncupantur’ (Isonii sem einnig . . . eru
kallaðir Islendingar bæði á eigin tungu svo og á danska tungu og nor-
ræna). Þetta hefur skrifað engilsaxneskur munkur í Óðinsvéum, Æln-
oth að nafni, kringum 1122. Líklegast þætti mér að konungatalið væri
að miklu leyti þýtt úr latínuriti, annaðhvort dönsku konungatali eða
dönskum annál; til þessa uppruna benda rithættirnir ‘Juttlandi’ DS
327.1, ‘Jutlandi’ DS 327.10, ‘Jutlandz’ DS 332.23, ‘Jutar’ DS 333.19,
‘Jvtlandi’ DS 333.7 og 335.6; ‘Thyri’ DS 327.5; ‘Rooskelldo’ DS
328.8- 9, ‘Roskelldo’ DS 334.2; ‘Grathe’ DS 334.5. En allt þetta þykir
mér fremur benda til að höfundur Knýtlinga sögu hafi notað kon-
ungatalið og að þar sé að leita skýringar á samsvörun efnis og orðalags
í þessum ritum.