Gripla - 01.01.1990, Page 123
BRANDS ÞÁTTUR ÖRVA
119
þáttar að bera orð frá konungi til Brands og gjafir frá Brandi og lýsing-
ar á honum til konungs. Með lofi sínu um Brand í upphafi frásagnar
gefur Þjóðólfur konungi tilefni til að freista mildings, en í þeirri raun
verður hann auðsveipur þjónn, sem lætur konung stjórna sér til hlítar.
Þótt Þjóðólfur maldi í móinn og sé tregur til að spotta vin sinn, þá læt-
ur hann undan og rekur erindi konungs eins og fyrir hann er lagt. Skal
nú ekki lengur bíða að birta Brands þátt örva}
I
Nú er frá því sagt, að á einu sumri kom til Noregs utan af íslandi
Brandur sonur Vermundar í Vatnsfirði. Hann var kallaður Brandur
hinn örvi; var honum það sannnefni. Brandur lagði skipi sínu inn til
Niðaróss. Þjóðólfur skáld var vinur Brands og hafði margt sagt Har-
aldi konungi frá Brandi, hve mikill mætismaður hann var og vel að sér,
°g svo hafði hann mælt Þjóðólfur, að honum þætti eigi sýnt, að annar
maður væri betur til konungs fallinn í íslandi fyrir sakar örleika hans
og stórmennsku.
II
Hann hefir sagt konungi margt
frá örleikum hans,
og mælti konungur: „Það skal eg
nú reyna,“ segir hann. „Gakk til
hans og bið hann gefa mér
skikkju sína.“
Þjóðólfur fór og kom inn í
skemmu,
þar er Brandur var fyrir. Hann
stóð á gólfinu og stikaði léreft.
Hann var í skarlatskyrtli og
hafði skarlatsskikkju yfir sér, og
var bandið uppi á höfðinu.
1 Dálkaskipting Brands þáttar hér á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til ritgerðar
eftir Claude Lévi-Strauss, ’The Structural Study of Myth,’ Myth: A Symposium, edited
by Thomas A. Sebeok, Bloomington (1971), 81-106. Sjá einnig grein mína, ’Form and
Meaning in Early Icelandic Fiction,’ Les vikings et leur civilisation, ed. Régis Boyer,
Paris 1976,113-128. bls.