Gripla - 01.01.1990, Side 126
122
GRIPLA
ræðu við Þjóðólf: Pað skal eg nú reyna. Þegar meginbálki lýkur hefur
konungur ekki einungis reynt Brand að örleika, vitsmunum og stór-
lyndi, heldur hefur hann einnig numið af athöfn Brands hver Ijóður
var á tilraun hans sjálfs: Haraldur þiggur hvern dýrgrip eftir annan af
Brandi og lætur þó ekkert af hendi rakna sjálfur. Með þessu brýtur
konungur alkunna siðareglu: Gjalt gjöf við gjöf. Úr þessu er þó bætt í
þáttarlok. Hins verður einnig að minnast að konungur þiggur ekki
gjafir með venjulegum hætti þar sem þær eru gefnar að boði hans
sjálfs; þær eru ekki sprottnar af vináttu eða þakkarhug, heldur notar
konungur aðstöðu sína í því skyni að þröngva útlendingi til að láta af
hendi dýrmæta hluti. Eins og höfðingjum er tamt, þá beitir Haraldur
boðhætti miskunnarlaust Gakk til hans og bið hann . . . Gakk enn og
seg . . . Farðu enn og seg . . . Einnig beitir hann orðtakinu skaltu / þú
skalt, og lætur þá um leið í ljós konunglegan vilja: eg vilþiggja að hon-
um öxina þá hina gullreknu (tvítekið); eg vil hafa kyrtilinn, er hann
stendur í.
Af orðum Haralds vekur þó ein setning mesta athygli: Ekki þyki
mér hann ör nema hann gefi. Vel má vera að hér liggi spakmæli að
baki: *Enginn þykir ör, nema hann gefi. Vitaskuld reynir einkum á ör-
læti manna þegar um gjafir er að ræða, enda eru lýsingarorðin örlátur
og gjafmildur býsna skyld að merkingu. Þó þekki ég ekki slíkan orðs-
kvið á íslenzku; hins vegar minna ummæli Haralds á latneskan máls-
hátt sem gekk á miðöldum:
Nequaquam largus homo sive probus reputatur,
Cui, si quid dederit, res ingens esse videtur.2
(Þeygi þykir sá maður örlátur eða aldyggur, sem finnst ærið um, ef
hann hefur gefið eitthvað.)
‘Verður þrisvar allt forðum,’ segir í Sturlungu, enda er það algengt
fyrirbæri í hvers konar sögum, bæði fornum og nýjum, að þrír svipaðir
atburðir gerist hver á fætur öðrum.3 Haraldur sendir Þjóðólf þrívegis
2 Hans Walther, Proverbia Sententiaeque Latinitatis Medii Ævi II, Göttingen 1965,
105. bls.: nr. 16498.
3 Sem dæmi um notkun þrítölu í lærðu riti má nefna upphaf Trójumanna sögu (1963),
1.-2. bls. Saturnus á þrjá sonu; hann gefur Júpíter himin og hvetur hann til að láta þrjár
eldingar fara saman að óvinum, ’svo að það megi allir sjá merking þrenningar ríkis þíns.’
Neptúnusi gefur hann krók /jr/angaöan. ‘Skaltu þar með alla hluti til þín draga til marks
þrenningar þinnar.’ Plútó gefur hann varðhund þann, ‘er Ceberus heitir og á þrjú höfuð
til þrenningar marks.’ Pað er alger misskilningur að notkun þrítölu í fornsögum bendi