Gripla - 01.01.1990, Qupperneq 127
BRANDS ÞÁTTUR ÖRVA
123
til Brands, og fyrir tilvikið eignast konungur þrjá dýrgripi. Örlátur
maður gefur þrisvar á skömmu bragði. í útlendri sögu sem snarað var
á íslenzku á fjórtándu öld, að því er talið er, segir frá manni sem játar
mikla glæpi fyrir presti og tekur ýmsar skriftir, meðal annarra þessar:
Ef þú mætir fátækum manni, þá gef honum yfirhöfn þína; mætir
þú öðrum, gef honum syrkotið', mætir þú þriðja, gef honum und-
irkyrtilinn. En línklæðum þínum skaltu halda, þó að þú finnir
fleiri.4
Tvær af þremur gjöfum Brands eru flíkur, en sú hugmynd að menn
eigi að gefa af sér klæðnað í ölmusu skyni er vitaskuld komin úr heil-
agri ritningu. Um Jóhannes skírara segir í fornri hómilíu:
Hann kenndi svo mikla örlyndi, að maður skyldi gefa annan
kyrtil sinn þeim, er engan ætti, og þannig svo taka nær sér en að
skipta fæðslunni við aðra. Það boðorð mun flestum mönnum ær-
ið örlyndið þykja og það vel gert, er svo er. Og eigi er maður
skyldur að gefa framar, en eigi þverrir það dýrðarverkið, að
maður geri framar en honum sé boðið og vilji hann heldur
hneppa við sig þann hinn eina búninginn, er honum er leyfður.
Það sýna oss dæmi hins sæla Marteins biskups, þars hann gaf
tvisvar svo klæði af sér, að hann var varla óber eftir.5
Frásögn af örlyndi Marteins biskups hljóðar á þessa lund:
Það var of vetrardag í frosti miklu, að Martinus mætti klæð-
lausum manni í borgarhliði. Sá bað þá, er um liðu, að þeir mis-
kunnaði honum. Þá skildi guðs maður sér vera ætlaðan þann, er
aðrir veittu eigi miskunn. En hvað skyldi hann gefa, þar er hann
hafði þá ekki nema klæði þau, er hann stóð í, því að hann hafði
öll önnur veitt í slíka þurft?
Þá brá hann sverði og reist í sundur möttul sinn og gaf hálfan
hinum volaða, en hálfan hafði hann sjálfur. Þá hlógu sumir að
honum, er hann var stuttbúinn, en þeir komust við, er heilli voru
yfírleitt til munnlegra alþýðusagna. Þntalan þekkist hvaðanæva að, ekki sízt í lærdóms-
ritum.
íslendzk œventýri I, Halle a. S. 1882, 31-2. bls.
5 Homiliu-Bók, Lund 1872, 12. bls. Sbr. Lúkas, iii 11. Ian Kirby, Biblical Quotation
I, Rvík 1976, 233. bls.