Gripla - 01.01.1990, Side 128
124
GRIPLA
í hug, er þeir höfðu ekki slík verk unnið, þar er þeir máttu klæða
hinn auma, svo að þeir væri ókalnir eftir . . ,6
Hugsanlegt er að meðferð biskups á möttli sínum hafi gefið höfundi
Brands þáttar þá hugmynd að láta milding spretta ermi af kyrtli og
halda eftir. En þó renna fleiri stoðir undir þessa frásögn. Kyrtill með
einni ermi gefur Haraldi hugmynd um eina þiggjandi hönd sem þó
veitir hvergi. í heilagri ritningu eru gjafmildir menn hvattir til að láta
eina hönd ekki vita hvað önnur gerir:
Þá er þú gerir ölmusugæði, viti eigi hin vinstri hönd þín hvað hin
hægri gerir, að ölmusa þín sé í leyndum hlutum, og faðir þinn, sá
er sér í leyndum stað, mun gjalda þér.7
Með frekju sinni virðist Haraldur konungur ekki einungis misþyrma
sönnu örlæti (sem er engan veginn óskylt ölmusugæðum), heldur jaðra
orð hans og athafnir við skop að frásögnum guðspjalls af ölmusu.
Hann áttar sig því ekki til hlítar á merkingu þeirri sem afsprett ermi
felur í sér.
Óskylt er að hafa neinar áhyggjur af sagnfræði Brands þáttar, en þó
skal þess minnast að Brands er fyrst getið í Noregsför árið 999, þegar
Ólafur Tryggvason leggur farbann á skip hans. í inngangi sínum að IV.
bindi íslenzkra fornrita segir Einar Ól. Sveinsson að Brandur hljóti ‘að
vera kominn eitthvað á sjötugsaldur’ þegar þáttur hans gerist. Nú hlýt-
ur maður sem er orðinn skipseigandi fyrir lok tíundu aldar að vera
kominn yfir sjötugt um miðja elleftu öld, en naumast gæti gjafadægur
Brands hafa orðið öllu fyrr, enda er þætti skotið inn á milli dráps Ein-
ars þambarskelfis (1050/1051?) og Nizarorrustu (1062). Hins vegar er
engin ástæða til að ætla að þessi þáttur hafi nokkurn tíma ‘gerzt’ nema
þá í hugskoti þess manns sem orti hann forðum. Svipað má segja um
Brands þátt örva og Morkinskinna kveður að orði um ævintýri Sveins
konungs á flótta þegar hann leitar sér hælis í koti nokkru: ‘Þetta er
gamans frásögn og eigi sögulegt eins kostar, fyr þá sök að hér er lýst
grein speki og óvizku.’ Brands þáttur er prýðilegt dæmi um vizku, en
þó einkum um örlyndi og stórmennsku. Höfundur hirðir lítt um sögu-
6 Martinus saga byskups I (Heilagra manna sögur I), Chria 1877, 555. bls., sjá einnig
575.-6. og 608.-9. bls.
7 Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra, Kh. 1878, 180. bls. (Matt. VI 3-4). Kirby,
149. bls; Bisk. Bókm. I, 105. / 279. bls.