Gripla - 01.01.1990, Page 129
BRANDS ÞÁTTUR ÖRVA
125
leg sannindi, en hins vegar velur hann í hlutverk mildings tiltekinn ís-
lending, sem var kunnur fyrir örlæti sitt, eins og ráða má af ísleifs þœtti
biskups og draumvísu í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, sem á að
hafa verið ort um það leyti sem þjóðveldi lýkur og mönnum þótti
ástæða til að minnast glæsibrags sögualdar:
Þá var betra,
er fyr baugum réð
Brandur hinn örvi
og bur skata.
En nú er fyr löndum
og lengi mun
Hákon konungur
og hans synir.
I upphafi þáttar telur Þjóðólfur skáld Brandi það til hróss, ‘að hon-
um þætti eigi sýnt, að annar maður væri betur til konungs fallinn á ís-
landi fyrir sakar örleika hans og stórmennsku.’ Nú vill svo skemmti-
lega til að Haraldi harðráða eru eignuð svipuð ummæli um tvo aðra ís-
lendinga. Bandamanna saga leggur svofelld orð í munn Ófeigi gamla á
þingi8:
„Þar situr þú, Skegg-Broddi, en hvort er
það satt, að Haraldur konungur Sigurðar-
son mælti það, þá er þú varst með honum,
að honum þættir þú bezt til konungs fall-
inn þeirra manna, er út hér cruT' Broddi
svaraði: „Oft talaði konungr vel til mín,
en eigi er það ráðið, að honum þætti allt,
sem hann talaði."
(Möðruvallabók)
Engin ástæða er til að telja þenna dóm um Skegg-Brodda kominn
frá Haraldi harðráða sjálfum, heldur kann hugmyndin að vera komin
Ur Brands þœtti örva. í báðum þessum sögum er fjallað um örlæti og
stórmennsku, og freistandi er að gera ráð fyrir því að lýsing á búnaði
Ófeigs gamla á þingi bergmáli meðferð Brands á kyrtli sínum9:
8 tslenzk fornrit VII, 348.-9. bls.
9 íslenzk fornrit VII, 318.-19. bls.
>.Þar situr þú, Skegg-Broddi. Hvort var
satt, að Haraldur konungur mælti það, að
værir bezt til konungs fallinn á íslandi?"
Hann segir: „Eigi veit eg það. Margt
mælti Haraldur konungur það til mín, er
eg veit eigi, hver alhugi því fylgdi.“
(Konungsbók)