Gripla - 01.01.1990, Page 130
126
GRIPLA
Og í búðasundunum gengur maður einn í
mót þeim, gamall og hrumur, og hafði
kápu svarta og ein ermur á, bugstaf í
hendi og broddur í.
(Konungsbók)
Þannig verður einerma yfirhöfn
örbirgð.
í Hungurvöku (1938, 83. bls.)
lund:
Og er hann kemur í búðarsundið, þá
gengur maður í mót honum; sá er við ald-
ur. Hann var í svartri ermakápu, og var
hún komin að sliti; ein var ermur á káp-
unni, og horfði sú á bak aftur. Hann hafði
f hendi staf og brodd í, hafði síða hettuna
og rak undan skyggnur, stappaði niður
stafnum og fór heldur bjúgur.
(Möðruvallabók)
eins konar sérkenni örlátra manna í
er Gizuri biskupi lýst á merkilega
Gizur var alger að sér um alla hluti, þá er karlmaður átti að sér
að hafa. Hann var farmaður mikill hinn fyrra hlut ævi sinnar,
meðan ísleifur lifði, og var jafnan mikils virtur hvar sem hann
kom, og var þá tignum mönnum á hendi er hann var utanlands.
Haraldur konungur Sigurðarson var þá konungur í Noregi, og
mælti hann þeim orðum við Gizur, að honum kvaðst svo sýnast
til, að hann mundi bezt til fallinn að bera hvert tignarnafn sem
hann hlyti.
Morkinskinna (1932, 251. bls.) hermir fyllri dóm Haralds harðráða
um Gizur biskup:
Þá er Gizur ísleifsson kom á fund Haralds konungs, var rætt um
að hann væri merkilegur maður. Þá sagði Haraldur konungur:
„Svo er það sem þér segið, en þar má gera vel af þrjá menn:
Hann má vera víkinga höfðingi, og er hann vel til þess feng-
inn.
Þá má hann og vera konungur af sínu skaplyndi, og er vel
fengið.
Með þriðja hætti má hann vera biskup, og það mun hann helzt
hljóta og mun vera hinn mesti ágætismaður."
Einsætt er að skyldleiki hlýtur að vera með öllum þeim ritum sem
geta um íslending ‘vel fallinn til konungs’ á dögum Haralds harðráða,
sem raunar kemur þar sjálfur við sögu. Hér verður gert ráð fyrir því að
Hungurvaka sé upphaflegust, hvort sem lof um Gizur biskup er rétti-
lega eignað Haraldi konungi eða ekki. Hungurvaka er sagnfræðirit, en