Gripla - 01.01.1990, Page 132
128
GRIPLA
svo sýnast til, að hann mundi bezt til fallinn að bera hvert tignarnafn
sem hann hlyti.
Brands þ.
. . . og svo hafði hann mælt Þjóðólfur, að honum þætti eigi sýnt, að
annar maður vœri betur til konungs fallinn í íslandi fyrir sakar örleika
hans og stórmennsku.
Bandam.s. (K)
Hvort var það satt, að Haraldur konungur mælti það, að vœrir bezt til
konungs fallinn á íslandil
Um skyldleika þessara rita verður ekki fjallað að sinni, þótt hins
megi geta að mér þykir sennilegt að Bandamanna saga hafi stuðzt við
þátt. Að vísu bregður oft fyrir svipuðu orðalagi í tveim sögum, þótt
þær virðist vera lítt skyldar að öðru leyti, og skal því fara varlega í þær
sakir að draga ákveðnar ályktanir af slíku. En þegar vönduð saga á
borð við Bandamanna sögu á í hlut, verður að gera ráð fyrir víðlesnum
höfundi.
Lítill vafi leikur á því að Brands þáttur hefur þegið úr ísleifs þætti
biskups. Eftirfarandi glefsur úr síðarnefndum þætti má bera saman við
orð Haralds og lýsingu á Brandi hér að framan: ‘Og á einni hátíð mælti
konungur: „Brandur, þigg að mér skikkju þessa.“ Það var skarlaks-
möttull . . . ísleifur var þá prestur og félítill, er hann kom sunnan úr
löndum. Þá mælti Brandur: „Þú skalt þiggja að mér skikkju þessa, er
konungurinn gaf mér.“ Hann svarar: „Eigi hefir þú enn tapað örlynd-
inni, og vil eg gjarna þiggja.“’ (Útg. 1938, 21. bls.). Þetta á að hafa
gerzt á dögum Ólafs helga, sem gefur Brandi skikkju, sem Brandur
gefur síðan ísleifi; að lokum tekur konungur gjöfina aftur og gefur
sjálfur ísleifi, en geldur Brandi verð fyrir.
(Hér skal þess getið innan sviga að Hungurvaka hafði greinilega
áhrif á Auðunar þátt vestfirzka sem einnig er í Morkinskinnu og öðrum
konungabókum. Hungurvöku segist svo frá um vígsluför ísleifs bisk-
ups: ‘Síðan fór hann utan og suður til Saxlands, og sótti heim Heinrek
keisara Konráðsson og gaf honum hvítabjörn, er kominn var af Græn-
landi, og var það dýr hin mesta gersemi. En keisarinn fékk Isleifi bréf
sitt með innsigli um allt veldi sitt. Síðan fór hann til fundar við Leon-
em páfa.’ (1938: 76). Auðunar þáttur segir frá manni sem sækir hvíta-
björn til Grænlands frá Noregi og fer síðan með hann til Danmerkur