Gripla - 01.01.1990, Page 133
BRANDS ÞÁTTUR ÖRVA
129
og færir Sveini konungi, sem gefur honum fé mikið fyrir og skipar til
um ferð hans til Rómaborgar. í báðum sögum er björn kallaður ‘ger-
semi mikil’. Menn hafa trúað því að Auðunar þáttur væri um sann-
sögulegan atburð, en hitt má þó þykja sennilegra að orð Hungurvöku
um suðurferð ísleifs hafi verið sá fnjóskur sem tendraði hug höfundar
til að yrkja ævintýri af vestfirzkum kotungi á suðurvegum. Áður en
svigum er lokað þykir rétt að vara menn við þeirri trú að Morkin-
skinna (með öllum sínum þáttum) hafi verið rituð fyrir 1220.).
C. Bandamanna saga. Áður hefur verið drepið á, að hún muni hafa
þegið úr Brands þætti þá hugmynd að tiltekinn maður væri sérlega vel
fallinn til konungs yfir íslandi. En hvernig fór höfundur að láta sér
detta í hug að tengja þessa hugmynd við Skegg-Brodda Bjarnason
austan úr Vopnafirði? Brandur örvi sýnir gjafmildi sína ísleifi föður
Gizurar sem fyrstur íslendinga í frásögnum mun hafa verið talinn vel
fallinn til konungs, en hvers konar samband er með þeim Gizuri bisk-
upi og Skegg-Brodda? Þegar höfundur Bandamanna sögu lætur Ófeig
gamla á Reykjum, örlátan mann í slitinni kápu og ein ermur á, brigzla
austfirzkum höfðingja um oflof af Haraldi harðráða, þá veit hann eins
og endranær hvert ferð er heitið. Skegg-Broddi bjó á Hofi í Vopna-
firði, og að honum látnum tekur Þórir sonur hans við óðali ættar, en
honum varð ekki langlífis auðið. Gizur ísleifsson gekk að eiga ekkju
Þóris og síðan bjuggu þau á Hofi um skeið, unz hann verður kjörinn
biskup og flyzt búferlum að föðurleifð sinni í Skálholti. Gizur var ekki
einungis kvæntur sonarekkju Skegg-Brodda og bóndi á Hofi eins og
hann, heldur mun hann einnig hafa farið með goðorð þeirra Hofverja
meðan hann átti heima þar eystra. En þótt Skegg-Broddi hafi verið
talinn ‘hinn mesti afbragðsmaður um sína daga’. (Þorsteins þáttur
stangarhöggs, 1950: 78), þá virðist fátt benda til þess að hann hafi átt
skilið þau ummæli, sem Haraldur konungur notaði forðum við Gizur
Isleifsson. Vitaskuld skiptir slíkt ekki höfuðmáli í Bandamanna sögu,
enda er Ófeigur að skopast að Skegg-Brodda á þingi.
Einstaka sinnum bregður fyrir svipuðu orðalagi með Bandamanna
sögu og Hungurvöku, og þarf þá ekki að sökum að spyrja hvor sé upp-
haflegri. Hér má lauslega minna á lýsingu á þeim Oddi og Gizuri:
Er hann nú í kaupferðum og gerist stór- Hann var farmaður mikill hinn fyrra hlut
auðugur maður og ágætur, og er hann oft- ævi sinnar . . . og var þá tignum mönnum
ast á hendi tignum mönnum og vel virður á hendi er hann var utanlands.
utanlands. (Hv. 83.)
(Bandam. 297 (K).)