Gripla - 01.01.1990, Page 173
BALDUR JÓNSSON
ORÐTALNING í EDDUKVÆÐUM
KONUNGSBÓKAR1
1.0 Eflaust hefir verið skrifað meira um eddukvæði en nokkuð annað,
sem telja má til íslenskra bókmennta frá miðöldum, því að fleiri þjóðir
en íslendingar telja sig eiga eitthvað í þessum kvæðum. Mikið af efni
þeirra á rætur að rekja til atburða, sem áttu sér stað suður og austur í
Evrópu, löngu áður en ísland byggðist, og til sagna, sem af þeim
spunnust, ellegar til hugmynda og sagna úr heiðnum sið eða frá siða-
hvörfum ásatrúarmanna. Orðfærið er víða forneskjulegt, og sumt í
eddukvæðum er áreiðanlega norskt að uppruna eins og íslensk tunga.
Fræðimenn hafa auðvitað beint sjónum sínum að efni kvæðanna,
haft meiri áhuga á orð- og textaskýringum eða kostum skáldskaparins
en fyrirferð lesmálsins. Fáir hafa lagt sig niður við að telja í þeim orð-
in, svo að kunnugt sé. Hver veit, nema það geti þó verið fróðlegt á
sinn hátt?
í þessu greinarkorni verður sagt frá fyrstu niðurstöðum vélrænnar
talningar á orðum í eddukvæðum, og verður þá fyrst að gera grein fyr-
ir tildrögum hennar og takmörkunum.
Sumarið 1978 varð að samkomulagi með okkur Jónasi Kristjánssyni
prófessor að hefja undirbúning að nýrri útgáfu eddukvæða með sam-
ræmdri stafsetningu. Útgáfa Jóns Helgasonar (Eddadigte I—III) skyldi
lögð til grundvallar, svo langt sem hún nær, en þau kvæði, sem þar
vantar, síðan skrifuð upp og stafsett eftir sömu meginreglum og í út-
gáfu Jóns. Ætlunin var að tölvuskrá allan textann og gera að honum
orðstöðulykil (concordance), sem yrði látinn fylgja hinni nýju útgáfu,
þegar að því kæmi.
Fyrstu ráðagerðir voru bundnar við þau kvæði ein, sem varðveitt
eru í Konungsbók, aðalhandriti eddukvæða. Þau voru tölvuskráð
1 Þessi ritgerð hefir áður birst í Datamaskinen og spráket (bls. 63-70), norsku afmæl-
isriti, sem Universitetsforlaget gaf út 1985 til heiðurs Kolbirni Heggstad. Hér hefir litlu
verið breytt öðru en því, að prentvillur hafa verið leiðréttar.