Gripla - 01.01.1990, Page 176
172
GRIPLA
Þannig verða eddukvæði alls 35 að tölu.
Enn eru til fáein kvæði, sem komið hafa til álita sem eddukvæði eða
orðið samferða þeim í útgáfum. Má þar einkum nefna Hlöðskviðu (í
Hervarar sögu) og jafnvel Sólarljóð.
Fáein af kvæðum Konungsbókar eða brot úr þeim eru einnig varð-
veitt í öðrum heimildum, og skal hins helsta getið hér.
Völuspá er til í annarri gerð í Hauksbók (AM 544 4to). Auk þess eru
margar vísur og vísubrot úr Völuspá tekin upp sem dæmi í Snorra-
Eddu og varðveitt í aðalhandritum hennar fjórum (sjá Jón Helgason
1955:VII-IX).
Drjúgur hluti Vafþrúðnismála er í AM 748 I 4to og allmörg erindi
einnig í Snorra-Eddu.
Grímnismál eru öll í AM 748 I 4to og mörg erindi einnig í Snorra-
Eddu.
Drjúgur hluti Skírnismála og Hárbarðsljóða er í AM 748 I 4to, og
Hymiskviða er þar öll.
Um helmingur Reginsmála er í Norna-Gests þætti og fáein erindi í
Völsunga sögu.
Úr Sigurdrífumálum eru einnig nokkur erindi í Völsunga sögu.
Helreið Brynhildar er mestöll í Norna-Gests þætti.
Úr Guðrúnarkviðu II eru þrjár vísur í Völsunga sögu (Bugge
1965:265nm.).
Heiti kvæðanna, eins og þau birtast í þessari grein, eru komin frá út-
gefendum og stafsetning þó færð í nútímahorf. Sum heitin eru í Kon-
ungsbók (Hávamál, Vafþrúðnismál, Grímnismál o.fl.), en sum kvæðin
eru fyrirsagnarlaus í handritinu (Völuspá, Grípisspá, Reginsmál o.fl.).
Þar eru líka fyrirsagnir fyrir kvæðum, sem eiga sér önnur heiti sam-
kvæmt hefð. Fyrirsögn Hymiskviðu í Konungsbók er t.d. „Þórr dró
Miðgarðsorm". Nafnið Hymiskviða er hins vegar í AM 748 I 4to.
Skírnismál, sem svo eru nefnd nú á dögum, heita því nafni í AM 7481
4to, en í Konungsbók er fyrirsögnin „För Skírnis“, og hefir Jón Helga-
son haldið henni í útgáfu sinni.
Texti Konungsbókar er ekki eingöngu kvæði með fáeinum fyrir-
sögnum; þar eru einnig stuttir kaflar í lausu máli, tengdir efni kvæð-
anna. Sumir eru eins konar inngangur að kvæði, sem á eftir fer, og get-
ur þá lausa málið haft sérstaka fyrirsögn, aðra en kvæðið. Sumum
kvæðum fylgir einhvers konar eftirmáli, e.t.v. aðeins örfá orð, og í
mörgum kvæðum eru stuttar lausamálsgreinar á milli erinda, stundum