Gripla - 01.01.1990, Qupperneq 177
ORÐTALNING í EDDUKVÆÐUM KONUNGSBÓKAR
173
aðeins ein setning. Sumum kvæðum fylgja allar tegundir lausamáls-
greina, t.d. Helgakviðu Hjörvarðssonar og Helgakviðu Hundingsbana
II. Þessar lausamálsgreinar hafa ekki enn verið vélskráðar.
Sum kvæðin eru að nokkru leyti í samtalsformi, t.d. Vafþrúðnismál.
Þar skiptast á vísur, sem lagðar eru í munn Óðni og Frigg og síðar
Óðni og Vafþrúðni. í Konungsbók er þess sums staðar getið, hver
sagði hvað, t.d. með orðunum „Óðinn kvað“, „Vafþrúðnir kvað“
o.s.frv., og eru slík inngangsorð þá oft skammstöfuð, jafnvel úti á
spássíu, stundum einungis nafn persónunnar. í útgáfu Jóns Helgasonar
eru inngangsorðin jafnan höfð fyrir hverri vísu eftir því, sem við á, og
þeim m.a.s. bætt við innan hornklofa, ef handritið hefir þau ekki, eða
því bætt við, sem á vantar, t.d. orðinu „kvað“.
I upphafi var mikið af þessum inngangsorðum vélskráð, eins og þau
eru í útgáfu Jóns Helgasonar, og náði því orðstöðulykillinn til þeirra.
Nú hefir þessu verið breytt. Stundum eru ekki ljós skil á milli inn-
gangsorða og lausamálsgreina, sem sleppt var. Því hefir allt slíkt verið
fellt brott, nema það sé bundið mál og beinlínis hluti kveðskaparins,
eins og algengt er í sumum kvæðunum, t.d. þegar sagt er í Broti af Sig-
urðarkviðu: „Þá kvað þat Brynhildr / Buðla dóttir“ (upphaf 8. vísu)
eða „Þá kvað þat Guðrún / Giúka dóttir“ (upphaf 11. vísu).
Yfirleitt eru mörkin milli lausa málsins og kvæðanna alveg ótvíræð
nema sums staðar í Hárbarðsljóðum. En útgefendur hafa greitt úr
þeim vanda, og hefir í öllu verið fylgt útgáfu Jóns Helgasonar um
skiptingu í erindi og tölusetningu þeirra.
Orðtalningin, sem hér er skýrt frá, nær þá eingöngu til eddu-
kvæðanna í Konungsbók, eins og frá þeim er gengið í útgáfu Jóns
Helgasonar og hinum óprentaða viðauka Jónasar Kristjánssonar. Nið-
urlag Sigurdrífumála, sem einungis er varðveitt í pappírshandritum, er
ekki tekið með. Það virðist vera um fimmtungur kvæðisins. Öllu lausu
máli er sleppt, fyrirsögnum og inngangsorðum einstakra erinda.
Rétt er að ítreka það, að byggt er á samræmdri „útgáfu", en ekki
stafréttum texta Konungsbókar. Á stöku stað hefir útgefandi leyft sér
að lagfæra hann. Til dæmis er sums staðar skotið inn orði, sem talið er,
að vanti í Konungsbók, en er að finna í öðru handriti, þar sem því er
til að dreifa, eða orðhluti er lagfærður á sama hátt eða einstaka staf
bætt við, þar sem einsýnt hefir þótt, að hann ætti að vera. Hér er ekki
unnt að gera nánari grein fyrir textalagfæringum í smáatriðum, heldur
verður að nægja að vísa til útgáfu Jóns Helgasonar. En breytingarnar,