Gripla - 01.01.1990, Page 207
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
JÓRSALAFERÐ
Le Voyage de Charlemagne en Orient
Le voyage de Charlemagne en Orient1 er franskt miðaldakvæði og talið
skrifað á 12. öld, en ekki eru fræðimenn sammála um hvort kvæðið var
skrifað á fyrri hluta þeirrar aldar eða á þeim seinni, enda er af marg-
víslegum ástæðum erfitt að tímasetja það og einnig að koma því í flokk
með öðrum kvæðum. Það er þó venjulega sett með hetjukvæðunum
(chansons de geste).
Eina handritið sem til var af kvæðinu er nú glatað, en búið var að
gera af því eftirrit og var það gefið út á prent árið 1836. Handritið var
geymt í British Museum, King’s Library, en þaðan hvarf það árið 1879
og síðan hefur ekkert til þess spurst. Handritið var talið vera frá lokum
13. aldar eða byrjun þeirrar 14. og skrifað á eyjafrönsku (angló-nor-
mönsku).
Karlamagnús og kappar hans voru skáldum á miðöldum algengt yrk-
isefni og fjölluðu þau í kvæðum sínum um afreksverk þeirra og hetju-
dáðir. Slíkt efni er þó ekki að finna í Le Voyage de Charlemagne, ekki
svo mikið sem eina bardagalýsingu. Er för Karlamagnúsar hin friðsam-
legasta.
Frönsk hetjukvæði eru að jafnaði nokkur þúsund ljóðlínur að lengd,
en það á þó ekki við um Le Voyage de Charlemagne, sem aðeins hefur
að geyma 870 Ijóðlínur. Yfirleitt eru ljóðlínur þessara hetjukvæða
mjög langar, allt að því tíu atkvæði. Ljóðlínur Le Voyage de Charle-
magne eru ennþá lengri, tólf til fjórtán atkvæði. Er kvæðið ort undir
1 Coulet og Aebischer nota þennan titil. Sjá J. Coulet, Études sur l'ancien poéme
frangais du Voyage de Charlemagne en Orient, Montpellier 1907, og P. Aebischer, Les
versions norroises du ‘Voyage de Charlemagne en Orient’, Leurs sources, Paris 1956. Við
samningu þessarar greinar hef ég stuðst við eftirtaldar útgáfur af kvæðinu: P. Aebischer,
Le Voyage de Charlemagne d Jerusalem et á Constantinople, Genéve-Paris 1965. Tilvitn-
anir eru teknar úr þeirri útgáfu. E. Koschwitz, Karls des Grossen Reise nach Jerusalem
und Constantinopel, Leipzig 1923.