Gripla - 01.01.1990, Page 208
204
GRIPLA
alexandrískum hætti, en sá háttur varð ekki algengur í Frakklandi fyrr
en á 13. öld. Af þeirri ástæðu telja ýmsir að kvæðið geti ekki verið
mjög gamalt.
Af framangreindu má sjá að kvæði þetta er á ýmsan hátt ‘óvenju-
legt’ og þess vegna ekki auðvelt viðfangs. Auk þess er það torráðið og
ber fræðimönnum ekki saman um hvernig eigi að túlka það. Hvað
þetta atriði varðar skiptast menn í tvo flokka.
Annars vegar eru þeir fræðimenn sem líta svo á að kvæðið sé bæði
alvara og grín. Grín sá hluti kvæðisins sem fjallar um dvöl Karlamagn-
úsar í Miklagarði og raup þeirra jafningja, alvara sá hlutinn sem fjallar
um dvöl þeirra í Jórsölum, um heilaga dóma og kraftaverkin sem af
þeim Ieiða. Undirtónn kvæðisins sé í rauninni alvarlegur. í hópi þess-
ara fræðimanna eru Frakkarnir Gaston Paris, Joseph Bédier, J. Cou-
let, og af seinni tíma mönnum má nefna Belgann Jules Horrent.
Hins vegar eru þeir fræðimenn sem líta svo á að kvæðið sé grín frá
upphafi til enda, jafnt dvölin í Jórsölum sem Miklagarðsdvölin. í hópi
þeirra eru Svisslendingurinn Paul Aebischer og Þjóðverjarnir Theodor
Heinermann og Hans-Jörg Neuscháfer.2 Gallinn er bara sá að fræði-
mennirnir eru ekki sammála um að hverju sé verið að skopast. Heiner-
mann telur að skáldið sé að hæðast að 2. krossferðinni 1147 og þá að
Loðvík 7. Frakkakonungi, sem það gefi nafnið Karlamagnús. Með
öðrum orðum, í huga Heinermanns er kvæðið einskonar pólitískur
bæklingur. Neuscháfer er þeirrar skoðunar að verið sé að hæðast að
hetjukvæðum Frakka almennt og þá einkum að Karlamagnúsi sem
goðsögulegri persónu. Aebischer er á hinn bóginn þeirrar skoðunar að
höfundur sé að skopast að ákveðnu kvæði, sem nú sé glatað, og fjall-
aði um ferðalag Karlamagnúsar til Jórsala og Miklagarðs. Muni það
hafa verið hetjukvæði.
Ýmsar fleiri túlkanir hafa verið settar fram, en of langt mál yrði að
rekja þær allar.
Skal nú vikið á aðrar slóðir.
Á dögum Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs (1217-1263) var
töluvert þýtt af frönskum miðaldakveðskap á norræna tungu, bæði
hetjuljóð og riddarakvæði. Voru þau þýdd á óbundið mál og klæddust
því búningi sögunnar. Eitt þessara kvæða var Le Voyage de Charle-
2 Sjá P. Aebischer, Versions norroises, Th. Heinermann, ‘Zeit und Sinn der Karls-
reise’, Zeitschrift fiir romanische Philologie LVI, 1936, bls. 497-562, og H.J. Neuschaf-