Gripla - 01.01.1990, Síða 209
JÓRSALAFERÐ
205
magne en Orient og er það í norrænum sögubúningi nefnt Jórsalaferð?
Handrit þau sem til eru af sögunni eru öll íslensk4 og hluti af miklu
sögusafni, Karlamagnús sögu. Sögurnar í því safni eru af nokkuð ólík-
um uppruna,5 en eiga það sameiginlegt að fjalla að einhverju leyti um
Karlamagnús konung. Ekki er neitt um það vitað hvenær þessum sög-
um af Karlamagnúsi var safnað og þeim steypt saman í eitt heildar-
verk. Ekki er heldur vitað hver eða hverjir gerðu það, né hvort það
var gert í Noregi eða á íslandi. Vera má að eitthvert þessara verka hafi
er, ‘Le Voyage de Charlemagne en Orient als Parodie der Chanson de geste’, Romani-
stisches Jahrbuch X, 1959, bls. 78-102.
3 Sagan ber þó ekki þessa yfirskrift í handritum. f handriti A (sjá nmgr. 4) er yfir-
skriftin: För Karlamagnús til Jórsala. í handriti B heitir sagan: Geipunar þáttr.
4 Við samningu þessarar ritgerðar hef ég notað eftirtaldar útgáfur á handritum. C.R.
Unger, Karlamagnus saga ok kappa hans, Christiania 1860, bls. 466-83. Tilvitnanir eru
teknar úr þeirri útgáfu. Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX. Édition bilingue
projetée par Knud Togeby et Pierre Halleux. Texte norrois édité par Agnete Loth. Tra-
duction frangaisc par Annette Patron-Godefroit. Avec une étude par Povl Skárup, Co-
penhague 1980.
Af Jórsalaferð eru til nokkur handrit sem eru heil. Fjögur þessara handrita eru varð-
veitt í Árnasafni í Kaupmannahöfn og byggir Unger útgáfu sína á þeim. Þessi handrit
eru: AM 180 c, fol (í útgáfu Ungers kallað A) og AM 180 a, fol (nefnt a í útgáfu Ung-
ers). Er fyrra handritið skrifað um 1400, hið seinna á 15. öld. Handritum þessum svipar
mjög innbyrðis. Einnig eru náskyld handritin AM 180 d, fol (í útgáfu Ungers nefnt B) og
AM 531 4to (nefnt b). Tvö síðastnefndu handritin eru pappírshandrit frá því um 1700, af-
rit af eldri skinnhandritum er glötuðust í Kaupmannahafnarbrunanum 1728. Unger legg-
ur handrit A (og a) til grundvallar útgáfu sinni. Einnig styðst hann við B-gerð sögunnar,
þegar frásaga hennar virðist vera fyllri og standa nær frumtextanum, en á stöku stað er
frásaga A-gerðar dregin saman. Auk þess þrýtur handrit A í 16. kafla sögunnar og vant-
ar í það öll seinustu blöðin. Nokkur munur er á stfl handritanna A og B. í handriti B eru
setningarnar oft lengri, samheiti eru mikið notuð og ýmiskonar orðskrúð. Meðal annars
af þeim sökum stendur handrit B fjær frumtextanum en handrit A gerir. Ég er því ekki
sammála P. Aebischer þegar hann segir: ‘Aurais-je dú établir ce qu’on appelle une édi-
tion critique que, tout compte fait, j’aurais adopté B,b comme manuscrit de base, quitte
á truffer mon texte avec les variantes de A et, quand il est présent, de a’ (Versions nor-
roises, bls. 30).
Til eru nokkur handritabrot af Jórsalaferð, NRA 62 og NRA 63 og eru þau varðveitt í
norska Ríkisskjalasafninu. Handritabrot þessi eru talin vera íslensk. Unger gefur þau út
aftan við útgáfutexta sinn. A. Loth lætur þau koma fram á þeim stað þar sem þau eiga
heima í frásögunni.
Handritagerð B hefur að geyma fleiri þætti en A-gerðin. Sjá grein Skárups í tilv.
riti, bls. 333-355. Flestar eru sögurnar taldar eiga sér franska fyrirmynd, en það er þó
ekki algilt.