Gripla - 01.01.1990, Page 210
206
GRIPLA
verið þýtt í þeim tilgangi að fella það inn í safnið, en líklegra þykir að
flestir þættir Karlamagnús sögu hafi verið þýddir til að standa sem ein-
stök verk og óháð og hafi þeim ekki verið safnað fyrr en síðar.6
Svissneski fræðimaðurinn Paul Aebischer gerði á sínum tíma saman-
burð á Le Voyage de Charlemagne og Jórsalaferð og komst að þeirri
niðurstöðu að frönskukunnátta þýðandans hefði verið bágborin: ‘nous
savons désormais que ces suppressions sont surtout commandées par
le fait que le traducteur n’était pas á la hauteur de sa táche, qu’il
n’avait qu’une connaissance limitée du vocabulaire franqais’.7 Nú er
ekki víst að slíkar breytingar á frumtextanum stafi af vankunnáttu þýð-
anda í franskri tungu, heldur geta aðrar ástæður búið að baki.
Aebischer gerir miklar nákvæmniskröfur til þýðandans, kröfur sem
fáir könnuðust við á miðöldum. Hann virðist gleyma að þýðandinn
stóð frammi fyrir þeim vanda að snúa á óbundið mál ljóðtexta og á
þann hátt að í hinum nýja búningi, sögunni, yrði textinn auðskilinn og
læsilegur.
Norski fræðimaðurinn E.F. Halvorsen segir um norrænu þýðinguna
að í henni séu ‘practically no additions and few omissions’.8 Virðist
hann vera á svipuðu máli og þýski fræðimaðurinn Koschwitz, sem
Aebischer álítur að hafi verið ‘trop bienveillant’ í mati sínu á norrænu
þýðingunni.9
Hér á eftir mun ég í stórum dráttum gera samanburð á Le Voyage de
Charlemagne og Jórsalaferð. Reyni ég að kanna hversu nákvæm þýð-
ingin sé og hvort fullyrðingar Aebischers eða Halvorsens eigi við rök
að styðjast. Einnig verður reynt að athuga hver sé skilningur þýðand-
ans á því verki sem hann þýðir, en eins og greint var frá hér að framan
ber fræðimönnum ekki saman um hvernig eigi að túlka það.
Og hefst hér samanburðurinn.
Kvæðið byrjar á aðfaraorðum sem eru einskonar titill: ‘Ci comence
le liuere cumment charels de fraunce voiet in ierhusalem Et pur parols
6 Sjá Skárup, tilv. rit, bls. 334.
7 Aebischer, Versions norroises, bls. 73.
8 E.F. Halvorsen, The Norse Version ofthe Chanson de Roland, (Bibliotheca Arna-
magnæana XIX), 1959, bls. 56.
9 Aebischer, tilv. rit, bls. 72.