Gripla - 01.01.1990, Page 212
208
GRIPLA
sem hann hafi heyrt getið. Skuli þeir hafa með sér til fararinnar
sjö hundruð úlfalda hlaðna með gulli og silfri, svo að þeir geti
verið í burtu í sjö ár.13
í sögunni er gert ráð fyrir að Karlamagnús beri kórónu sína í París
en ekki í Saint-Denis (v. 1), og þess vegna snýr hann ekki aftur til
Parísar, eins og hann gerir í kvæðinu (v. 60), heldur ‘fer heim til hallar
sinnar’. Nokkurn mismun annan er að finna í þessum hluta milli kvæð-
is og sögu.
Reynt er í sögunni að gera ögn mildari hótun konungs um að höggva
af eiginkonu sinni höfuðið (w. 25, 42), og er hann látinn segja: ‘ok
skaltu þar fyrir týna lífi þínu’,14 ‘ella er annarr [kostr] verri’.15 í kvæð-
inu heldur drottning því fram að hún viti um konung sem beri kórónu
sína glæsilegar (’plus belement’, v. 16) en eiginmaðurinn. í sögunni
segist hún vita um konung sem beri sína kórónu ‘hærra’. Þegar líður að
lokum kvæðisins setja Karlamagnús og Húgon keisari upp kórónur
sínar og kemur þá í ljós að Karlamagnús ber sína kórónu nokkru
hærra. Hvað þetta atriði varðar tengir þýðandinn upphafið við endinn.
Kvæðið hefst með þessum orðum: ‘Un jur fu Karlemaine al seint
Denis muster.’16 Sögumaður Jórsalaferðar felur sig hins vegar á bak
við frásögu annarra: ‘Svá er sagt at hann var í París at þessu sinni.’17
í kaflalok segist Karlamagnús ætla á fund konungs þess sem drottn-
ingin hefur sagt honum frá og vera þar sjö vetur ‘ef þörf gerist’. I
kvæðinu segir hann: ‘Ja ne m’en turnerai trescque l’avrai trovez’ (v.
75).18
í þessum fyrsta kafla sögunnar eru allmargar ljóðlínur felldar brott,
en þó er ekki um að ræða samfellda hluta, heldur aðeins stakar línur.
Efnislega eru sagan og kvæðið samhljóða, en þar sem frásaga sögunn-
ar er knappari er á henni dálítið annar blær. Felldar eru niður ljóðræn-
ar endurtekningar (w. 34, 52, 55-57), lýsing á útliti drottningar (v. 6)
og sverði Karlamagnúsar (v. 3), skýring á því hvers vegna Karla-
13 Ágrip þetta, og þau sem á eftir koma, eru miðuð við kvæðið, en ekki við söguna.
14 Unger, bls. 466.
15 Unger, bls. 467.
16 Le Voyage de Charlemagne, v. 1: Dag nokkum fór Karlamagnús til kirkju heilags
Dionisii.
17 Unger, bls. 466.
18 Le Voyage de Charlemagne: Ég mun ekki koma heim aftur fyrr en ég hef fundið
hann.