Gripla - 01.01.1990, Page 213
JÓRSALAFERÐ
209
magnús verður konu sinni reiður (v. 18) og lýsing á því hvernig hún
bregst við (v. 44). Einnig eru samræður Karlamagnúsar og drottningar
ögn styttri í sögunni en í kvæðinu, þar sem felldar eru niður ljóðlínur
11, 19-21 og 45. Ekki kemur fram í sögunni fyrr en undir lok kaflans
(þýðing á v. 58) að Karlamagnús beri kórónu á höfði sér, því að sleppt
er línu 3 í upphafi kvæðisins. Þegar kemur að upptalningunni á nöfn-
um jafningjanna tólf (vv. 61-65) vantar nafn Ernalds, en það kemur
fram síðar í sögunni (hdr. B) þegar Karlamagnús og jafningjar fara að
grobba í Miklagarði.
Engu er bætt við efni kvæðisins í þýðingu þessa fyrsta hluta, en finna
má í henni stuttar innskotsskýringar. Þegar Karlamagnús spyr drottn-
ingu sína, hvort hún hafi nokkurn tíma séð mann er betur sómi sverð
og kóróna en honum (w. 9-10), þá er sagt í sögunni að hann spurði
drottningu ‘at gamni sér’ (viðbót við v. 8). Og Karlamagnús sögunnar
lætur sér ekki nægja að grobba við drottningu sfna vegna kórónunnar
(v. 10), heldur bætir við: ‘eða jafnvel sami sér í herklæðum sem ek.’19
Svo er að sjá sem þýðanda finnist framkoma Karlamagnúsar ekki
nógu ‘konungleg’ úr því að hann lætur Karlamagnús spyrja drottning-
una ‘at gamni sér’ og reynir síðan að milda hótun hans í garð drottn-
ingar, því að gamanið snýst upp í reiði. Karlamagnús bregst hinn versti
við athugasemdum drottningar og hvað skapsmuni snertir virðist ríkja
jafnræði með þeim hjónum. Er í sögunni sagt um drottningu að hún sé
‘bráðskeytt’. En um hana er sagt í kvæðinu: ‘Cele ne fud pas sage’ (v.
12).20 Hégómagirnd Karlamagnúsar gengur lengra í sögunni en í kvæð-
inu, hann spyr ekki aðeins hvernig hann sómi sér með kórónuna, tákn
konungsvaldsins, heldur líka hvernig hann taki sig út með öllum her-
búnaði.
Þegar Karlamagnús tilkynnir mönnum sínum að þeir eigi að fara
með honum til Jórsala, segir hann: ‘Jo l’ai trei feiz sunged, moi i co-
vent aler./ Et irrai un rei querre, dount ai oi parler’ (w. 71-72).21 Ekki
verður ráðið af þessum ljóðlínum hvort Karlamagnús talar af einlægni
og segir satt til um draumana eða ekki.22 Það atriði er heldur ekki ljóst
í sögunni, en hins vegar kemur þar skýrt fram að markmið hans með
19 Unger, bls. 466.
20 Le Voyage de Charlemagne: Eigi var hún vitur.
21 Le Voyage de Charlemagne: Þrívegis hefur mig dreymt það og þangað vil ég fara./
Skal ég leita konungs sem ég hef heyrt getið um.
22 Sjá P. Aebischer, Rolandiana et Oliveriana, Genéve 1967, bls. 309.