Gripla - 01.01.1990, Page 215
JÓRSALAFERÐ
211
spretti til patríarkans og heimtar að fá af honum skírn. Kveðst
hann hafa séð guð og postulana. Patríarki og prestar hans skrýð-
ast í skyndi og fara í prósessíu til kirkjunnar. Karlamagnús kynn-
ir sig fyrir patríarka og patríarki segir að hann skuli krýndur vera
yfir alla konunga aðra. Að beiðni Karlamagnúsar gefur hann
honum marga helga dóma að fara með til Frakklands. Túrpín
erkibiskup geymir þá í fagurlega gerðu gullskríni. Karlamagnús
lætur hefja byggingu á kirkju sem er kölluð Sainte Marie la Lat-
anie og eftir fjögurra mánaða dvöl biður hann patríarka leyfis að
snúa heim á leið. Patríarki fer þess á leit við hann að hann út-
rými sarracenum, og lofar Karlamagnús að hann skuli fara til
Spánar á móti heiðingjum. Stóð hann við það loforð en týndi þar
Rollant og öllum jafningjum.
í sögunni er dregin saman lýsingin á útbúnaði Karlamagnúsar og liðs
hans er þeir leggja upp til Jórsala ‘með allskonar gripum er góðir
váru.’24 í kvæðinu eru gripir þessir taldir upp; töskur fullar af gulli og
silfri, af borðbúnaði, peningum og öðru, en þeir taka líka með sér gull-
stóla og silkitjöld (w. 83-86). Og þegar Frankismenn ríða úr hlaði eru
þeir í kvæðinu nokkru gustmeiri en í sögunni. í henni er sleppt fáein-
um ljóðlínum (89, 91 og seinni helmingi v. 90) þar sem sagt er frá því
að ferðalangarnir hafi stigið á bak múldýrum sem voru sterk og viljug
og hafi þeir keyrt þau sporum.
Ferðalagið til Jórsala er nokkru styttra í sögunni en í kvæðinu, því
að felldar eru brott ljóðlínur 102 og 104—7. Vera má að þýðandi hafi átt
erfitt með að skilja orðið Croiz Partie (v. 104), að honum hafi fundist
óþarfi að láta Karlamagnús koma við í Grikklandi (v. 105) á leiðinni til
Jórsala, þar sem hann heimsækir það ríki á leiðinni til baka, og óþarfi
líka að taka það fram að þeir komi að lokum til landsins þar sem Krist-
ur þoldi dauða (v. 107), enda er ferðinni heitið þangað. Ekki er í sög-
unni greint frá fögru og heiðskíru veðri í Jórsölum (‘Li jours fu beaus e
clers,’ v. 109), né frá því að Karlamagnús færi kirkjunni sem hann
kemur til offur (v. 110), né að stóllinn sem hann sest í sé vandlega inn-
siglaður og læstur (‘ben seélee e close,’ v. 117). Ljóðlínur 111 og 112 eru
felldar niður, enda er um að ræða ljóðræna endurtekningu. Og ekki
lætur sagan þess getið að hjarta Karlamagnúsar hafi fyllst af gleði þeg-
ar hann kom í umrædda kirkju (v. 118), né að hann hafi tekið sér
24
Unger, bls. 467.