Gripla - 01.01.1990, Page 217
JÓRSALAFERÐ
213
sér. Ekki til að upphefja hann, heldur þvert á móti til að leggja áherslu
á hégómleika fararinnar. Sé nógu oft hamrað á orðunum gull og silfur,
eins og gert er í sögunni, kemur í þau tómahljóð.
I sögunni situr drottning heima ‘úglöð ok í illum hug’27 og ber ekki
nein merki iðrunar eins og í kvæðinu, en þar situr hún sorgmædd og
grátandi (‘doloruse e pluraunt’, v. 92).
Þegar Karlamagnús lítur yfir fagurt lið sitt, sem er samankomið á
miklum velli, getur hann ekki orða bundist og kallar á Bertram: ‘Ki 50
duit e governet, ben deit estre poant!’ (v. 97).28 Karlamagnús sögunnar
er drjúgari með sig: ‘máttugr skal sá vera ok vitr, er slíku liði á at
stjórna.’29 Og vaknar sú spurning hvort hegðun hans síðar meir bendi
til viturleika.
í kvæðinu er forystulið Karlamagnúsar áttatíuþúsund manns (vv. 96,
99), en í sögunni eru liðsmennirnir allir áttatíuþúsund. Löndin sem
þeir fara um eru Burgund, Lothringen, Bæjaraland (Beiferi) og einnig
koma þeir við hjá Tyrkjum og Persum (w. 100-106) (í sögunni eru
lönd þeirra kölluð ‘Perse’ og ‘Tulke’). í upptalningu sögunnar vantar
Ungverjaland. Á hinn bóginn er talið upp Langbarðaland og Apulia.
En hvorki er minnst á hið mikla vatn ‘Flum’, né heldur á ‘Lalie’ (Lao-
dikea?), sem um getur í ljóðlínu 103. Er sú ljóðlína þýdd í sögunni
þannig: ‘en síðan kómu þeir til hafsins, ok héldu yfir hafit öllu liði
sínu.’30 Eins og áður er komið fram er yfirreið þessi lítið eitt stytt í sög-
unni.
Kirkjan sem Karlamagnús kemur til í Jórsölum heitir í sögunni ‘Pat-
ernoster’. í kvæðinu er sagt að í kirkjunni hafi verið altari ‘de sainte
Paternostre’ (v. 114). Þegar Karlamagnús kemur auga á stól Krists sest
hann í stólinn. í sögunni er hann látinn biðjast fyrir áður en hann fær
sér sæti: ‘En er Karlamagnús konungr hafði lokit bœn sinni, þá settist
hann í þann stól, er dróttinn várr sat í.’31 Skáletraða setningin á sér
ekki neina samsvörun í kvæðinu. Er hugsanlegt að þýðanda hafi fund-
ist tími til þess kominn að Karlamagnús hefðist eitthvað það að sem
minnti á pílagrímsför? Eða vill hann leggja áherslu á visst ósamræmi í
Unger, bls. 468.
Le Voyage de Charlemagne: Sá er þessu stýrir og stjórnar hlýtur að vera afar vold-
Unger, bls. 468.
Unger, bls. 468.
Unger, bls. 468.
27
28
ugur.
29
30
31