Gripla - 01.01.1990, Page 220
216
GRIPLA
kost vænstan að upphefja þann sem reglurnar hefur brotið. Þetta eru
brosleg átök. Brosleg eins og persónurnar sem taka þátt í þeim.
Ekki kemur fram, hvorki í kvæðinu né sögunni, að Karlamagnús
hafi komið að gröf drottins, eins og var yfirlýstur tilgangur hans með
förinni til Jórsala. Hins vegar er hann ákveðinn í að verða sér úti um
helga dóma ‘at prýða land sitt með’.
Miklu bleki hefur verið úthellt um þá helgu dóma sem Karlamagnús
fær að gjöf hjá patríarka og eru fræðimenn ekki sammála um hversu
alvarlega beri að taka frásöguna um þá.40 Vissulega er það rétt að
þessir helgu dómar gera kraftaverk og er máttur þeirra hvað mestur
þegar komið er til Miklagarðs, en ekki verður sagt að þau kraftaverk
séu í hefðbundnum stíl. Mun hefðbundnari eru kraftaverkin sem ger-
ast á leiðinni til Miklagarðs og einnig það sem á sér stað þegar Karla-
magnús er búinn að fá helgu dómana afhenta. Frásagan af því krafta-
verki er í sögunni mjög stuttaraleg: ‘Þar var maðr sá borinn fram, er
kryppill hafði verit sjau vetr, ok varð þegar heill.’41 í kvæðinu er hins
vegar skýrt frá því hvernig kraftaverkið gerðist: ‘Tut li os li crussirent,
li ners li sunt tendut:/ Ore sailt sus en peez: unkes plus sain ne fud’
(vv. 194-95).42 Óneitanlega er lýsing kvæðisins meira lifandi en í sög-
unni, og auðvitað broslegri.
Þegar fjallað er í sögunni um helgidómana og kraftaverkin sem þeim
eru samfara er það gert á mjög hlutlausan hátt og einfaldlega með því
að telja hvorttveggja upp. Þessi ópersónulegi framsetningarmáti kem-
ur í veg fyrir að lesandi/ áheyrandi hrífist með frásögninni, hann stend-
ur gagnrýninn í fjarlægð.
Þegar Karlamagnús er orðinn yfirkonungur biður hann patríarka um
að gefa sér helga dóma. í kvæðinu svarar patríarki málaleitan Karla-
magnúsar með því að hrópa: Þú skalt fá gnótt af þeim! (‘A plentet en
avrez!’ v. 162). Síðan þylur hann upp fyrir Karlamagnúsi hvaða helgi-
dóma hann ætlar að gefa honum. Er sú þula tvívegis rofin til að skýra
frá því að Karlamagnús færi honum þakkir (w. 166, 182), og við sama
tækifæri lofar patríarki hástöfum helgidómana (w. 169,186) og lætur í
ljós þá skoðun sína, að það hafi verið guð sem leiddi Karlamagnús til
40 Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 32-46.
41 Unger, bls. 469.
42 Le Voyage de Charlemagne: í hverju beini hans brast og tognuðu vöðvamir./
Hann stekkur á fætur og var aldrei nokkur maður jafn heill.