Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 221
JÓRSALAFERÐ
217
Jórsala (v. 185). Einnig er greint frá viðbrögðum Karlamagnúsar: ‘Tut
li cors li tressalt de joie e de pitez’ (v. 183).43 Ekkert þessara atriða er
að finna í sögunni því að þar er sleppt úr ljóðlínum 166-69,182-86. Og
svo er sleppt úr ljóðlínum 172-74, frásögu patríarka af því að Gyðingar
hafi gætt grafar Krists, en á þriðja degi hafi hann birst postulunum til
að gleðja þá. í sögunni er ekki heldur að finna lýsingu á diski þeim
sem Kristur borðaði af (v. 179) og er einn af hinum helgu dómum.
Hins vegar er frá því sagt í sögunni, en ekki í kvæðinu, að hann hafi
borðað af diskinum á skíriþórsaftan. Þegar patríarki hefur talið upp
helgigripina færir Karlamagnús honum þakkir í kvæðinu (v. 190). í
sögunni er hann látinn gera þakkir heilagri guðsmóður Marie.
I Jórsalaferð talar patríarkinn ekki til Karlamagnúsar, eins og hann
gerir í kvæðinu, heldur er notuð óbein ræða:
patriarcha . . . gaf honum armlegg ins helga Simeonis, ok höfuð
Lazari, ok af blóði ins helga Stephani, af klæði því er dróttinn
hafði um höfuð sér, þá er hann var í gröf lagðr, ok einn af nögl-
um þeim er Kristr var krossfestr með, ok hlut af kórónu hans, ok
kalek þann er dróttinn blezaði, þá er hann söng messu í þeirri
kirkju, kníf ok disk þann er hann hafði skíriþórsaptan, þá er
hann mataðist með postulum sínum, af skeggi ok hári sancti
Petri apostoli, af mjólk heilagrar Marie móður dróttins várs, ok
af serk hennar er hon hafði næst sér, ok skó þann er Gyðingar
tóku þá er englar hófu hana til himins; eigi féngu þeir fleira.’44
Þessi langa og þurra upptalning verður til þess að lítið situr eftir í
huga lesanda/áheyranda, nema kannski orðaflaumurinn. Fæstir þess-
ara helgidóma eru skýrir eða eftirminnilegir. í kvæðinu er þessu öðru-
vísi farið þar sem notaður er annar frásagnarháttur.
Eins og áður var minnst á eru fræðimenn ekki á einu máli um þessa
helgu dóma. Álíta sumir þeirra að skáldið sé að gera grín, jafnvel deila
á dýrkun þeirra.45 Belgíski fræðimaðurinn J. Horrent er þó annarrar
skoðunar og segir að helgidómarnir gegni því hlutverki í kvæðinu ‘de
présider au triomphe de celui qui est digne de les posséder’ og að
43 Le Voyage de Charlemagne: Hann var altekinn gleði og miskunnsemi.
44 Unger, bls. 469.
45 Sjá Aebischer, Versions norroises, bls. 162-163. Heinermann, ‘Zeit und Sinn der
Karlsreise,’ bls. 543-45. G. Favati, II 'Voyage de Charlemagne’. Edizione critica a cura
di Guido Favati, Bologna 1965, bls. 51-57.