Gripla - 01.01.1990, Side 222
218
GRIPLA
skáldið noti þá ‘pour assurer la suprématie frangaise.’46 Það er rétt að
Fransmenn fara með sigur af hólmi í Miklagarði fyrir tilstilli hinna
helgu dóma, en þó að þeir séu sigurvegarar útilokar það ekki á neinn
hátt að skáldið sé að gera að þeim grín og jafnvel að helgidómunum
líka. Horrent segir jafnframt máli sínu til stuðnings, að þessir helgu
dómar hafi allir verið ‘intensément vénérées au moyen áge.’47 Nú er
það svo að ekki voru allir miðaldamenn steyptir í sama mót og til voru
menn sem leyfðu sér að ‘efast’; skopskyn höfundarins eða alvara hans
verða naumast metin með svona rökum. Raunar er þetta atriði sem
þýðandi þurfti ekki að hafa stórar áhyggjur af. Fæstir áheyrendur hans
eða lesendur munu hafa þekkt þessa helgidóma nema af afspurn. Ekki
verður ráðið af upptalningu sögunnar hvort þýðandi leit á þá sem al-
vöru- eða gamanmál, en hins vegar er þar talinn upp einn heilagur
dómur, sem hvergi kemur fram í kvæðinu, og gefur hann nokkra vís-
bendingu um afstöðu þýðanda. Er það sá sem rekur lestina, skór
Maríu ‘er Gyðingar tóku þá er englar hófu hana til himins.’ Aebischer
er sammála Koschwitz um það að í franska kvæðið vanti eina ljóðlínu
þar sem minnst hafi verið á skó þennan: ‘Supposition d’autant plus
vraisemblable que le texte gallois lui aussi mentionne, comme dernié-
res reliques, ‘some of the milk of Mary’s breasts, her shirt and one of
her shoes.”48 En þó að þessi velski texti nefni skó Maríu meyjar, þá er
þar ekki skýrt frá því, eins og í sögunni, hvernig hann sé fenginn: það
virðist sem Gyðingar hafi teygt sig upp eftir Maríu, þegar hún hófst á
loft, og hrifsað af henni skóinn (í þessari mynd er skemmtilega bland-
að saman hinu guðdómlega og hinu jarðneska). Ekki er heldur að
finna í franska kvæðinu setningu sem rekur endahnútinn á upptalning-
una í sögunni: ‘eigi féngu þeir fleira:’ Hljómar setning þessi háðslega
þegar haft er í huga hversu marga helgidóma Karlamagnús fékk. Setn-
ing þessi og mynd sú sem dregin er upp af seinasta helgidóminum, skó
Maríu, læðir þeim grun að lesanda/áheyranda að þýðandi taki ekki
mjög hátíðlega frásögnina af helgidómunum.
Hinir helgu dómar gera ‘stórar jarteinir með guðs miskunn’49 og er
athyglisvert að þeir hafa áhrif sameiginlega, virðast allir gæddir sömu
46 Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 39.
47 Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 40.
48 Ensk þýðing á velska textanum. Sjá Aebischer, Versions norroises, bls. 71.
49 Unger, bls. 469.