Gripla - 01.01.1990, Page 223
JÓRSALAFERÐ
219
eiginleikum, og sker enginn þeirra sig úr. Fleirtalan ‘jarteinir’ á þó
naumast við, þar sem aðeins er um að ræða eitt kraftaverk, þegar
kryppillinn varð heill. Gæti verið um vísvitandi ýkjur að ræða í sög-
unni? Eftir þetta kraftaverk lætur patríarki hringja öllum klukkum í
borginni (vv. 196-97), en ekki er þess getið í sögunni.
í framhaldi af kraftaverkinu er sagt frá gullskríni því hinu mikla er
Karlamagnús lætur gera utan um helgidómana og er sú frásaga sög-
unnar ýtarleg, nema ekki er skýrt frá því að hann láti innsigla það vel
og vandlega (v. 200). Ekki er heldur skýrt frá því að Karlamagnús og
jafningjarnir lifi góðu lífi (‘demeinent grant barnage’) í Jórsölum, því
að keisarinn sé ríkur (vv. 205-6). Á hinn bóginn er greint frá því að
Karlamagnús hafi látið gera kirkju þá ‘er landsfólkið kallar sancte
Marie Letanie,’ en þó er látið ósagt að fólk af ýmsum þjóðtungum hafi
selt í henni varning sinn (sjá w. 207-13).50 Hvers vegna fellir þýðandi
niður þessar ljóðlínur? Fannst honum kannski efni þeirra óviðeigandi?
I tveimur þessara ljóðlína grípur sögumaður inn í frásögnina: ‘. . . jo
ne vus sai dire./ Deus est uncore el cel, quin volt faire justise!’ (vv.
212-13).51 Þar sem þýðandi fellir að jafnaði niður skýringar, lýsingar og
inngrip sögumanns í frásögnina, hallast ég að því að hann vilji segja
hlutlaust frá og halda vissum frásagnarhraða. Einföldun í frásögn, eins
og sú sem á sér stað í þessum hluta, hefur í för með sér að kjarninn
sem eftir stendur tengist mjög náið þeim atriðum sem frá er sagt næst á
undan og næst á eftir. í sögunni er nánast í sömu andrá greint frá
skríni því sem Karlamagnús lætur gera utan um helgu dómana, kirkju-
byggingu hans og gulli því og silfri sem hann býður patríarka þegar
hann biður um heimfararleyfi. Patríarki býður honum á móti að ‘taka
af sínu fé slíkt sem hann vildi.’52 Patríarki og Karlamagnús nálgast var-
lega hvor annan líkt og glímumenn. Og þeir leika jafnvægislist: ég gef
þér, á móti gefur þú mér. Einkennir hún samskipti þeirra frá upphafi
til enda.
í þessum kafla sögunnar eru felldar niður 49 ljóðlínur.
50 Sjá Koschwitz, Karls des Grossen Reise, bls. 65-66.
51 Le Voyage de Charlemagne: . . . sem ég kann ekki skil á./ En guð er ennþá á
himninum og mun gera það sem er réttlátt!
52 Unger, bls. 469-70.