Gripla - 01.01.1990, Page 226
222
GRIPLA
re dure’ (v. 324).55 Varla hefur hann sleppt orðinu er Villifer af Oren-
ge56 tilkynnir viðstöddum að hefðu Bertram og hann arðurinn heima á
Frakklandi mundu þeir brjóta hann allan sundur með hömrum (vv.
326-28). Þessi yfirlýsing virðist gegna tvennskonar hlutverki. Hún sýn-
ir að maðurinn er óheflaður, en einnig býr hún lesandann/áheyr-
andann undir þau ‘skemmdarverk’ sem Frakkar eiga eftir að vinna í
Miklagarði, bæði í orðum og með athæfi sínu.
Miklagarðsriddarar og meyjar fríðar skemmta sér í görðum keis-
arans, í umhverfi sem minnir á ‘le roman courtois’,57 á meðan hann
sjálfur stritar við arðurinn. Dáist sögumaður að því, bæði í kvæðinu og
í sögunni, hve leikinn hann er í að búa til beinar rákir. Aldrei hefur
það þótt við kónga hæfi að fara á eftir uxum og múlösnum, jafnvel
þótt sá kóngur sitji á gullstóli og stýri skepnunum með gullvendi. Mun
lýsingunni ætlað að laða fram bros.
Karlamagnús kynnir sig fyrir Húgoni og segir til nafns, kveðst vera
konungur af Frakklandi, en keisari af Rómaborg (síðastnefnt atriði er
ekki að finna í kvæðinu). En síðan heldur hann áfram: ‘ek sótta Jór-
salaborg, en nú em ek kominn þín at vitja.’58 í kvæðinu segir hann: ‘Jo
ai nun Carlemaines, Rollant si est mis nés; / Venc de Jerusalem, si
m’en voil retorner: / Vus e vostre barnage voil veér volenters’ (w.
307-9).59 Eins og komið hefur fram er frásögn sögunnar knappari en
frásögn kvæðisins. Frásagnarhraði sögunnar gerir það stundum að
verkum að tónninn í henni verður nálægur og allt að því kumpánlegur.
Er enginn vafi á því að það er með ráðnum hug gert til að hið skoplega
komi skýrar fram.
Ekki er greint frá því í sögunni að Húgon láti konu sína klæðast sínu
besta skarti (w. 331-32), ekki að Karlamagnús stígi af baki við marm-
aratröppur og hlaupi svo upp tröppurnar inn í höllina (w. 334-35),
ekki að riddararnir sjö þúsund í höllinni skemmti sér við skáktafl (ef til
55 Le Voyage de Charlemagne: aldrei mun finnast þjófur á landi mínu meðan það er
til.
56 Ég nota mannanöfn eins og þau koma fyrir í sögunni.
57 Sjá Martín de Riquer, Les chansons de geste frangaises, 2e édition, 1968, bls. 204.
Neuscháfer, ‘Le Voyage de Charlemagne,’ bls. 90.
58 Unger, bls. 471.
59 Le Voyage de Charlemagne: Nafn mitt er Karlamagnús og er hann Rollant frændi
minn./ Ég er á leið heim til mín frá Jórsölum./ Og vildi gjarnan kynnast þér og mönnum
þínum.