Gripla - 01.01.1990, Page 228
224
GRIPLA
unni. Einnig eru felldar brott ljóðlínur 392 og 393, en í þeim er endur-
tekið efni ljóðlína 385 og 389. Um leið og Frakkar grípa um höfuð sér
segja þeir hver við annan: ‘Mal sumes entrepris!’ (v. 390).64 í sögunni
er aftur á móti skýrt frá viðbrögðum þeirra í óbeinni ræðu: Hugðu þeir
að þeim væru ‘gervar görningar’.
Ljóðlínur 396-97 eru einnig felldar niður í sögunni, en í þeim kemur
fram að Karlamagnúsi líður illa og að Húgoni konungi er skemmt.
Ljóðlína 398 sem er óbein ræða (‘Li vespres aprogat, li orages re-
mest’65) er í sögunni lögð í munn Húgoni keisara: ‘ok mun veðrit
minka í mót kveldinu.’66
í þessum hluta sögunnar eru felldar niður 50 ljóðlínur.
Ljóðlínur 400^38, kap. 5.
Náttverður er fram reiddur og allir setjast til borðs, Húgon kon-
ungur, drottning hans og gestirnir. Við borðið situr einnig fögur
mær, dóttir Miklagarðskeisara, og til hennar rennir Oliver hýru
auga. Á borðum eru dýrlegar krásir og er mönnum skemmt með
strengleik. Að borðhaldi loknu leiðir Húgon Karlamagnús og
jafningja til sængur í herbergi sem er fagurlega búið og skreytt.
Lar standa tólf rúm, en það þrettánda, sem stendur í miðjunni,
ber af öllum hinum. Húgon lætur koma með vín handa gestum
sínum.
í sögunni sest Húgon við borðið ‘í hásæti sitt’ og sitt hvoru megin við
hann setjast drottning og Karlamagnús. í kvæðinu taka Karlamagnús
og jafningjar sér sæti við borðið og við hlið þeirra setjast Miklagarðs-
keisari og drottning hans. Því er ekki gleymt í sögunni að Húgon er
gestgjafinn.
Um dóttur Miklagarðskeisara er sagt í sögunni, að hún ‘var svá fögr
sem blóm af rósi eða lilju’, en hvorki er getið um háralit hennar né
hörundslit, eins og gert er í kvæðinu (vv. 402-3). Oliver tekur að unna
henni, en ekki verður sagt að sú ást sé af andlegum toga spunnin.
Hann óskar þess að hann hefði stúlkuna í Frakklandi, ‘þá mundi ek
mega hafa minn vilja af þér.’67 í kvæðinu segir hann þetta ‘entre ses
64 Le Voyage de Charlemagne: Illa er nú komið fyrir okkur.
65 Le Voyage de Charlemagne: Pað líður að kvöldi, óveðrinu hefur slotað.
66 Unger, bls. 472.
67 Unger, bls. 472.