Gripla - 01.01.1990, Page 230
226
GRIPLA
Hann ætlar að fá mann úr liði Húgons til að setja upp tvo hjálma
og klæðast tveimur brynjum og setjast á hest, en síðan ætlar
hann að höggva í sundur bæði mann og hest með sverði sínu.
Ekki líkar njósnarmanni þessi orð og gerir við þau athugasemd,
sem hann tautar við sjálfan sig. Næsta ‘gabb’ (gab) fellur í hlut
Rollants. Hann ætlar að fá lánað horn hjá keisaranum og blása í
það svo að upp ljúkist öll borgarhlið og keisarinn verði afkára-
legur útlits. Ekki líkar njósnarmanni þetta ‘gabb’.
Hvers vegna kemur Húgon njósnarmanni fyrir inni hjá gestum sín-
um? í kvæðinu segir um Húgon að hann ‘sages fud e membrez e plains
de maleviz’ (v. 438),72 en sú ljóðlína er ekki þýdd í sögunni. Horrent
bendir á að Frakkar ‘n’ont rien fait pour justifier une telle méfiance’,
enda sé ætlun Húgons aðeins sú að fá að vita hvort Karlamagnús ætli
að þiggja það boð sem hann gerði honum um að dveljast með sér í eitt
ár.73 í sögunni er hins vegar sagt að Húgon komi njósnarmanninum
fyrir til að ‘sjá ok heyra hjal ok athæfi Frankismanna.’74 Er setningu
þessari bætt við ljóðlínu 440. Kemur því óbeint fram í sögunni að Húg-
on grunar Frankismenn um græsku. Þýðandi virðist líta svo á að bak
við glæsilegar móttökur Húgons búi nokkur tortryggni. Að því leyti er
Húgon líkur patríarkanum, en einnig svipar honum til Karlamagnúsar
sem ekki má til þess vita að nokkur maður sé honum meiri.
Ekki er þess getið í sögunni að njósnarmaður fylgist með Frankis-
mönnum um gægjugat (‘par un pertus petit’, v. 441). Ljóðlínur 442—43
var búið að þýða áður og er þeim sleppt hér (sbr. bls. 225).
Ljóðlína 446, ‘Des ore gabberunt li cunte e li marchis’,75 er í sögunni
þýdd á þennan veg: ‘þá mæltu þeir sér gaman ok kerski, sem siðr er til
Frankismanna’.76 Hér skýrir þýðandi hvað felst í sögninni gabber, en
annars þýðir hann gab oftast með orðinu ‘gabb’ eða hann kallar það
‘íþrótt’. Hann virðist líta svo á, og það með réttu, að um sé að ræða
einskonar keppni þar sem hver á að gorta sem mest hann má. Dæmi
þetta sýnir að þýðingin er ekki fálmkennd.
Gaman er oftast græskulaust, en kerskni er það hins vegar ekki og í
72 Le Voyage de Charlemagne: klókur var hann og sterkur og fullur lævísi.
73 Sjá Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 61-62.
74 Unger, bls. 473.
75 Le Voyage de Charlemagne: Og munu nú greifarnir og markgreifamir fara að
gabba.
76 Unger, bls. 473.