Gripla - 01.01.1990, Síða 231
JÓRSALAFERÐ
227
þessu tilviki beina Fransmenn henni að Húgoni konungi. Er ekki laust
við að hjá þeim kenni öfundar: ‘undruðust mjök þá bygð, báðu guð, at
Karlamagnús konungr hefði unnit þat ríki með fræknleik sínum.’77
Setning þessi samsvarar ljóðlínum 448-52, en sá er munurinn að þar er
hún höfð í beinni ræðu. Eins og áður hefur komið fram er beinni ræðu
oft breytt í óbeina ræðu í sögunni, og virðist það gert til að þjappa
textanum saman og ná meiri frásagnarhraða. Hvergi kemur þetta
greinilegar fram en í þýðingunni á inngangsorðum þeim sem notuð eru
á undan hverju ‘gabbi’. í kvæðinu býður Karlamagnús hverjum þátt-
takanda fyrir sig að ‘gabba’ (það er þó ekki algilt), þátttakandinn
kveðst fús til þess og svo byrjar hann ‘gabbið’:
E dist li emperere: Gabbez, bel neis Rolland!
Volenters, dist il, sire: tut al vostre comand! (w. 469-70).
Gabbez, sire Oliver! dist Rolland li curteis:
Volenters, dist li quens, mais que Carle l’otrait! (vv. 484-85).
E dist li empereres: Gabez, dan Berenger!
Volenters, dist li quens, quant vus le comandez! (w. 540-41).78
Svipuð orð eru notuð við alla hina jafningjana, þá Túrpín, Villifer af
Orenge, Oddgeir, Nemes, Bernharð, Ernald, Eimer, Bertram, og
Gerin. Þessi inngangsorð eða samræður eru felldar brott úr sögunni og
í staðinn er sett mun einfaldari ‘formúla’ sem notuð er með smátil-
brigðum á undan hverju ‘gabbi’:
Þá tók Rollant at segja sína íþrótt.
Því næst segir Oliver sína íþrótt.
Þá tók Bæringr at segja sína íþrótt, o.s.frv.79
Frásögnin flýgur áfram, hver þátttakandi tekur umsvifalaust við af
77 Unger, bls. 473.
78
Le Voyage de Charlemagne:
Og þá segir keisarinn: Nú skaltu gabba góði frændi Rollant!
Gjarnan vil ég það, herra, segir hann: úr því að þú mælir svo fyrir.
Nú skaltu gabba herra Oliver, segir Rollant hinn hæverski.
Gjarnan vil ég það, segir greifinn, bara ef Karl leyfir það.
Og þá segir keisarinn: Nú skaltu gabba herra Bæringur.
Gjarnan vil ég það, segir greifinn, fyrst þú mælir svo fyrir.
79 Unger, bls. 473, 474, 475.