Gripla - 01.01.1990, Side 233
JÓRSALAFERÐ
229
Þessi er útrúlig íþrótt, ok úvitrliga gerði keisari, þá er hann veitti
yðr þetta herbergi.82
í kvæðinu segir hann:
Par Deu . . . ci ad mal gabement:
Que fouls fist li reis Hugue, qu’il herbergat tel gent! (vv. 482-
83).83
Þannig svarar njósnarmaður hverju ‘gabbi’ um sig og eru svör hans
gamansöm og byggð upp með svipuðum orðum og orðalagi. Þýðandi
leggur sig fram um að þýða svör þessi nákvæmlega og gera þau eins
hnyttin og þau eru í kvæðinu. Reynir hann jafnvel að laða fram í setn-
ingunum vissa hrynjandi.
Upphrópun njósnarmanns, par Deu! (w. 465, 482, 490 o.s.frv.) er
oftast þýdd með orðunum, ‘þat veit trúa mín’. En setningin fols fud
[fist] li reis Hugun (w. 466, 483, 530 o.s.frv.) er þýdd á mismunandi
hátt: ‘úvitrliga gerði keisari, úhyggilega gerði keisari, ferliga gerði
keisari.’ Einnig er þýddur á ýmsa vegu vísuhelmingurinn cist hom est
enraget (vv. 528, 551, 562, o.s.frv.): ‘þú ert örviti, þú ert óðr maðr,
þessi maðr er vitlauss’.84 Eins og fram er komið eru orðin gab og gabe-
ment oftast þýdd sem ‘gabb’ eða ‘íþrótt’. Með öðrum orðum, reynt er
að þýða svör njósnarmanns á sem fjölbreytilegastan hátt.
Heimska njósnarmanns er ekki eins mikil og menn vilja vera láta.85
Hvað eftir annað kemur fram bæði í sögunni og í kvæðinu, að njósnar-
maður veit mætavel að Fransmenn eru að ‘gabba’ (‘Par Deu, qo dist
l’escut, cist gab valt .iii. des altres’, v. 61686) og er því fyndnin ekki í
því fólgin að hann misskilji Frankismenn og taki hátíðlega það sem
þeir segja. Fransmenn segja ímyndaðar ‘sögur’ af því sem þeir vildu
geta afrekað, og um leið og þeir segja þær öðlast þær ákveðinn ‘veru-
leika’ eins og sögur að jafnaði gera, en sem stangast á við hinn ‘áþreif-
anlega veruleika’. Njósnarmaður sveiflast milli þessara tveggja ‘veru-
leika’ og er fyndnin að miklu leyti fólgin í því, að hann þarf stöðugt að
82 Unger, bls. 474.
83 Le Voyage de Charlemagne:
Það veit guð . . . þetta er vont gabb:
Heimskur var Húgon konungur þegar hann hýsti slíkt fólk!
84 Unger, bls. 474-76.
85
Sjá Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 81.
86 Le Voyage de Charlemagne: Það veit guð, segir njósnarmaður, að þetta gabb er
vert annarra þriggja.