Gripla - 01.01.1990, Page 238
234
GRIPLA
láta höggva af þeim höfuðið ef þeir ekki fremji göbb sín. Hann
lætur senda eftir hundraðþúsund manna her.
í kvæðinu er frá því sagt að njósnarmaður hafi komið að svefnher-
bergisdyrum Húgons, þær verið opnar og hann gengið að rúmi hans
(vv. 620-21). Bersýnilegt er að Húgon getur ekki sofið fyrir óþolin-
mæði, enda spyr hann strax tíðinda af Frökkum og Karli hinum mikil-
úðlega (‘od le fer vis’) og hvort njósnarmaður hafi heyrt þá minnast á
að þeir yrðu vinir (‘si remaindrum ami?’, w. 623-24). Frásögn sögunn-
ar er hins vegar útúrdúralaus. Njósnarmaður fer á fund keisara sem
spyr hann tíðinda: ‘heyrðir þú nökkut Karlamagnús konung geta þess,
at hann vildi með oss dveljast?’96 í sögunni er ekki slegið á neina til-
finningastrengi eins og gert er í kvæðinu.
Þegar Húgon heyrir um ‘göbb’ þeirra Frankismanna verður hann
sorgmæddur og hryggur (‘grains e mariz’, v. 628). í sögunni verður
hann ‘mjök reiðr’. Húgoni sárnar að Karlamagnús ‘gaba de moi par si
grant legerie. / Herberjai les er sair en mes cambres perines: / Si ne
sunt aampli li gab . . .’ (w. 630-32).97 í þýðingunni kemur fram blæ-
brigðamunur, tónninn í Húgoni er þungur og í samræmi við reiði hans,
en ekki sársaukafullur, eins og hann er í kvæðinu: ‘hann hefir hætt at
mér, en ek tók við honum fyrir guðs sakir, ok gerða ek honum bein-
leika, en hann hefir hæddan mik. En ef eigi fremja þeir gabb sitt. . ,’98
Hér kemur greinilega fram í sögunni að orðin ‘háð’ og ‘gabb’ eru not-
uð í sömu merkingu. Að gabba er því ekki græskulaust gaman og er
fyndnin ekki í því fólgin að njósnarmaður og Húgon skilji bókstaf-
legum skilningi ‘göbb’ þeirra Frankismanna.99 Hún felst í aðstæðum.
Tveir ‘virðulegir’ konungar hittast og eru á yfirborðinu ekkert nema
elskulegheitin, en fara hvor í kringum annan eins og köttur kringum
heitan graut. Milli þeirra ríkir gagnkvæm tortryggni og ekki að ástæðu-
lausu. Karlamagnús er kominn til Miklagarðs að njósna um Húgon,
vill sjá hvernig honum fer kórónan. Sú forvitni kemur honum í klípu.
Húgon njósnar um Karlamagnús, en sú forvitni og það sem af henni
leiðir verður honum að falli.
96 Unger, bls. 476.
97 Le Voyage de Charlemagne: Hæddist svona smánarlega að mér./ Ég hýsti þá i gær-
kvöldi í steinsölum mínum./ Ef þeir ekki fremja göbbin . . .
98 Unger, bls. 477.
" Sjá Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 79-83.