Gripla - 01.01.1990, Síða 243
JÓRSALAFERÐ
239
hyggju að leika á Húgon og gefur hann stúlkunni hundrað kossa. Oli-
ver kvæðisins hefur ekki aðeins í hyggju að leika á Húgon, heldur líka
á kóngsdóttur. Þegar hann stígur upp í rúmið til hennar kyssir hann
hana þrisvar sinnum (v. 715) og fullvissar hana um að hún hafi ekkert
að óttast, því að hann ætli ekki að koma fram vilja sínum við hana (‘de
vus mes volentez cumplir, 50 jo ne quier, par veir!’ v. 719). Frá þessu
er sagt í ljóðlínum 716-19 sem eru felldar niður í sögunni. Stúlkan bið-
ur sér miskunnar og segist aldrei munu verða glöð ef hann svívirði
hana (‘jamés ne serrai lee, se vus me huniset!’ v. 721). í sögunni er hún
aftur á móti látin vera sér meðvitandi um blindu Húgons og hefnigirni,
því að hún segir: ‘lát mik njóta gæzku þinnar, en gjalda eigi úvizku
föður míns.’1L2 Oliver biður stúlkuna um að hjálpa sér og vitna honum í
vil, geri hún það á hún að verða unnusta hans. ‘Cele fud ben curteise,
si l’en plevit sa fei’ (v. 725).113 Frásagan af loforði hennar er mun lengri
í sögunni: ‘Mærin játtaði því, ok handsalaði honum trú sína ok krist-
inndóm at halda ok sanna hans mál með honum, ok lauk svá þeirri
ræðu.’114
Eins og fram er komið lætur Oliver sögunnar sér nægja að kyssa
stúlkuna hundrað sinnum og taka af henni loforð. En ekki er Oliver
kvæðisins fyrr búinn að taka af henni loforðið en frá því er sagt að ‘li
quens ne li fist la nuit mes que .xxx. feiz’ (v. 726).115 Þó var hann búinn
að lofa stúlkunni að hann skyldi ekki ‘fremja vilja sinn’ með henni.
Horrent er þeirrar skoðunar að stúlkan gefist Oliver sjálfviljug og að
‘leur union charnelle’ sé ‘justifée par un amour réciproque’.116 Ekki
verður ráðið af kvæðinu að stúlkan beri hlýjan hug til Olivers á þessari
stundu, enda er þar ekki öðrum tilfinningum lýst en hræðslu hennar.
Um þátt guðs í þessu ‘gabbi’ segir Horrent að hann ‘s’est . . . pu-
diquement abstenu d’intervenir’, enda sé ekki minnst á guð í sambandi
við ‘gabb’ þetta eins og gert er þegar Villifer og Bernarður eru búnir
að fremja sín ‘göbb’. Er þá talað um kraftaverk (w. 751, 774).117 Þótt
um eiginlegt kraftaverk sé ekki að ræða hlýtur guð samt að vera óbeint
m Unger, bls. 479.
113 Le Voyage de Charlemagne: Hún var mjög kurteis og lofaði því upp á sína trú.
114 Unger, bls. 479.
115 Le Voyage de Charlemagne: Ekki tók greifinn hana nema þrjátíu sinnum þá nótt.
116 Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 99.
117 Sjá Horrent, Le pélerinage de Charlemagne, bls. 99-100. Einnig Martín de Riqu-
er, Les chansons de geste, bls. 205.