Gripla - 01.01.1990, Síða 244
240
GRIPLA
viðriðinn þann verknað sem Oliver drýgir, vegna loforðsins sem guð
gaf Karlamagnúsi.
Aebischer118 álítur að ljóðlína 726 hafi í upphafi ekki verið í kvæðinu
og hafi henni verið aukið við ‘par un scribe inintelligent’ og tekur hann
ekki ljóðlínuna upp í útgáfu sinni af kvæðinu.119 Bendir Aebischer á að
yfir hana hafi verið strikað í eina handritinu sem til var af þessu kvæði.
Einnig bendir hann á frásögn sögunnar máli sínu til stuðnings, en telur
þó að kossunum þremur, sem Oliver kvæðisins gefur stúlkunni, hafi í
sögunni verið breytt í hundrað til að þeir samræmdust ‘gabbi’ Olivers
framar í frásögunni, kap. 7. Seinni samskiptum Olivers og dóttur Húg-
ons er lýst á nokkuð annan veg í sögunni en í kvæðinu eins og fram
mun koma. Er því varlegt að treysta sögunni hvað þetta atriði varðar.
í þessum kafla sögunnar eru felldar brott 9 ljóðlínur.
Ljóðlínur 726-793, kap. 16.
í dögun morguninn eftir kemur Húgon að máli við dóttur sína og
stendur hún við loforð sín við Oliver. Verður Húgon reiður
mjög og útnefnir hann Villifer til að fremja næsta gabb. Með
guðs hjálp tekst Villifer að lyfta gullknettinum hinum þunga og
varpa honum á hallarvegginn. Húgon verður sorgbitinn. Hann
velur Bernarð til að drýgja næsta afrek. Bernarður gengur til ár-
innar og blessar hana og fyrir kraftaverk rennur hún úr farvegi
sínum yfir akra og inn til Miklagarðs. Húgon flýr upp í hæsta
turn og sér sitt óvænna. Býðst hann til að gerast handgenginn
Karlamagnúsi og halda af honum ríki sitt. Karlamagnús leggst á
bæn og enn gerist kraftaverk, áin rennur aftur í sinn fyrri farveg.
í kvæðinu gengur Húgon hreint til verks og spyr dóttur sína: ‘Dites
mei, bele fille, ad le vus fait .c. feiz?’ (v. 728).120 í sögunni er ræða
hans óbein. Hann fer í kringum efnið og spyr ‘ef Oliver hefði drýgt þat
er hann sagði.’ Greinilegt er að þýðandi reynir að slípa gróft orðalag
118 Sjá Aebischer, ‘Le gab d’Oliver,’ Revue belge de philologie et d’histoire, vol.
XXXIV, 1956, bls. 659-679, Le Voyage de Charlemagne, bls. 90-91, Rolandiana et Oli-
veriana, bls. 317-329. í málsgreininni er vitnað til bls. 327 í síðastnefnda ritinu.
119 Ég mun halda tölusetningu Aebischers á næstu ljóðlínum, en hún er öðruvísi en
tölusetning Koschwitz, vegna þess að Aebischer fellir niður ljóðlínu 726. Frá og með
ljóðlínu 740 er tölusetning útgáfanna eins.
120 Le Voyage de Charlemagne: Segðu mér, dóttir góð, er hann búinn að taka þig
hundrað sinnum?