Gripla - 01.01.1990, Page 245
JÓRSALAFERÐ
241
Húgons. ‘En hon svaraði ok kvað hann drýgt hafa.’m Er svarið í
óbeinni ræðu og ekki eins hispurslaust og í kvæðinu: ‘Já, herra kon-
ungur’ (v. 729).
í sögunni er felld brott ljóðlína 734, einnig lýsing á búningi Villifers,
og má geta þess að sú lýsing kvæðisins er torskilin (vv. 745—46). Villi-
fer sögunnar varpar gullknettinum á borgarvegg, ekki á hallarvegginn
eins og hann gerir í kvæðinu. Vera má að þýðanda hafi fundist að
‘gabb’ þetta gengi fullnærri persónu Húgons og því láti hann það bitna
á borgarveggnum. Af honum falla niður fjörutíu faðmar. í kvæðinu
fellir Villifer úr hallarveggnum fjörutíu tígulsteina (v. 750). Húgon
harmar að ‘gabb’ þetta skuli hafa tekist (vv. 754-55), en þær harmatöl-
ur er ekki að finna í sögunni og ekki heldur hótun hans þess efnis að
hann skuli láta hengja Frankismenn í sterka gálga takist þeim ekki að
fremja afreksverk sín (w. 760-61).
Á þessum stað lýkur handriti A af Jórsalaferð og vantar seinustu
blöð frásagnarinnar. Byggir Unger útgáfutexta sinn á handritum a, B
og b í þeim hluta sem eftir er. Handrit A endar þegar Húgon ætlar að
fara að útnefna Túrpín til að taka að sér næsta ‘gabb’: ‘Hugon konungr
svarar.’ Setning þessi samsvarar fyrri hluta v. 764: ‘E dist Hugue li
Forz.’ í sögunni er það erkibiskupinn Túrpín sem kemur af stað flóð-
inu, en eins og áður er komið fram skipta hann og Bernarður um hlut-
verk í sögunni.
I þessum kafla sögunnar er óvenju mörgum setningum aukið við
texta kvæðisins, en það á aðeins við um þann hluta sem við tekur þeg-
ar handrit A þrýtur. T.d. er Húgon orðmargur mjög þegar hann ‘gefst
upp’ fyrir Karlamagnúsi og auk þess er mál hans allt í beinni ræðu:
‘Karlamagnús konungr, segir hann, hver er ætlan þín við mik, er þér
alhugat at drekkja mér í vatni þessu? Ek vil gjarna gerast maðr þinn
ok halda ríki af þér ok vera skattgildr undir þik, ok gefa þér alt fé mitt
ok svá gripi, er þú kemr þessum vanda af oss.’122 í kvæðinu er sagt frá
‘uppgjöf’ Húgons í óbeinni ræðu og aðeins í tveimur ljóðlínum (786-
87). Einnig er skotið inn stuttri setningu milli w. 777 og 78 og prjónað
lítillega framan við v. 781. Á hinn bóginn eru felldar brott ljóðlínur
770, 778, 782, 792.
í þessum kafla sögunnar eru felldar niður 17 ljóðlínur.
m Unger, bls. 479.
122 Unger, bls. 481.