Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 251
JÓRSALAFERÐ
247
faldlega taldir upp. Verður það til þess að lesandinn/áheyrandinn
stendur í vissri fjarlægð frá þeim, og þeir eru ekki skýrir eða eftir-
minnilegir. Þessu er öðruvísi farið í kvæðinu þar sem annar frásagnar-
háttur er notaður. Breytingar þær sem verða á þessum hluta frásagnar-
innar í þýðingunni eru vafalaust gerðar með ráðnum hug. Þýðandi vill
ná fram ákveðnum áhrifum og leggur því áherslu á vissa eiginleika í
fari persónanna (sbr. bls 210-220).
Frásögninni af komu Karlamagnúsar til Miklagarðs er einnig mjög
þjappað saman í sögunni, bæði lýsingunni á arðri Húgons og höll hans
hinni glæsilegu. Fram kemur að konungarnir eru drjúgir með sig, eink-
um Karlamagnús, en þó er hann líka óöruggur. Vegna frásagnarhrað-
ans, hinna snöggu mynda sem dregnar eru upp af höllinni, er lesandi/
áheyrandi eins og gripinn inn í hringiðu, sem óneitanlega minnir á
snúning hallarinnar. Er því líklegt að í þessum hluta frásagnarinnar séu
ýmsar Ijóðlínur felldar brott í þeim tilgangi að láta frásagnarhátt og
efni falla saman (sbr. bls. 220-224).
A stöku stað kemur fyrir að þýðandi felli brott ljóðlínu og setji í
staðinn setningu sem hann smíðar sjálfur. Slík setning fellur þó sjaldan
langt frá upprunalegri merkingu. Má nefna sem dæmi inngangsorðin
að ‘göbbum’ Frankismanna. En fleiri dæmi eru til (sbr. bls. 209, 213,
226, 232, 233, 235, 239, 241). Einnig kemur fyrir að þýðandi auki við
textann stuttum skýringum, en flestar þjóna þeim tilgangi að gera frá-
sögnina fyllri eða eru gerðar til áherslu (sbr. bls. 209, 213-14, 215, 225,
226, 234, 239, 241). Þessi atriði, sem hér hafa verið talin upp, skipta
ekki máli fyrir framgang sögunnar og má því fullyrða að þýðandi bætir
engu efni við hana frá eigin brjósti.
Hvergi verður þess glögglega vart að þýðandi misskilji franska text-
ann eða felli niður ljóðlínur vegna þess að hann skilji þær ekki. Engu
að síður má finna í sögunni nokkur orð og orðasambönd þar sem ekki
er gætt samsvörunar við frumtextann. í flestum tilvikum virðist þó
vera um að ræða meðvitaðar breytingar sem þýðandinn gerir (sbr. bls.
230, 235, 238-39, 241, 243, 244).
Af framansögðu má sjá að það er ekki klaufaskapur eða vankunn-
átta sem ræður þegar þýðandi fellir brott ljóðlínur úr kvæðinu. Að
baki liggur meðvituð stefna. Hann er vanda sínum vaxinn, gagnstætt
því sem Aebischer heldur fram (sbr. bls. 206).
Þó að margar ljóðlínur séu felldar niður tekst þýðandanum samt
furðanlega vel að halda tvíræði því sem einkennir frásögn kvæðisins.