Gripla - 01.01.1990, Page 325
OLD NORSE RELIGION IN THE SAGAS OF ICELANDERS
321
author’s own time. The practices in question are similar to those al-
ready discussed in connection with Víga-Glúm's saga. Superstitious
practices are allowed to operate as a motive force in the story, while a
traditional pattern associated with the god Frey lies in the background,
inactive for the most part. We may think that this traditional pattern
was formulated in the days of Norse paganism, when Frey was still a
potent and living god.
Translated by Joan Turville-Petre
ÁGRIP
íslendingasögur eru torræðar og vandmeðfarnar heimildir um norræna trú. Því
ber nauðsyn til, áður en litið er á slík dæmi í sögunum, að hyggja að rannsókn-
arsögu síðustu áratuga og líta á niðurstöður fremstu vísindamanna um hvernig
íslendingasögur séu til orðnar. Fyrir þá rannsókn sem hér er gerð skiptir
mestu máli hvort gera megi ráð fyrir gömlum sagnleifum í sögunum sem hugs-
anlega væru frá dögum norrænnar trúar.
í formála Egils sögu árið 1933, sem var stefnumótandi fyrir viðhorf útgef-
enda íslenzkra fomrita, segir Sigurður Nordal, að meginefni margra íslend-
ingasagna sé sótt í munnlegar frásögur, en sögurnar séu verk höfunda sem hafi
farið frjálslega með efni sitt. í verkum Snorra Sturlusonar nái sagnaritunin
fyllstu samræmi vísinda og listar. Sama grundvallarviðhorf til íslendingasagna
setti Sigurður Nordal einnig fram í Nordisk kultur tuttugu ámm síðar. Þar seg-
ir hann, að meginhluti íslendingasagna byggi að meira eða minna leyti á arf-
sögnum. Meira vafamál telur hann um arfsagnirnar hvað sumar yngri sögurnar
varðar, en í þeim hópi em Hrafnkels saga og Njáls saga. í ritgerð um Hrafn-
kels sögu hafði Sigurður Nordal einnig varað við því að heimfæra þær niður-
stöður sem hann komst þar að á önnur verk.
Sigurður Nordal var frumkvöðull og brautryðjandi hins svonefnda ‘íslenska
skóla’, sem kom fram sem arftaki ‘bókfestu-’ og ‘sagnfestukenninga’, og var
mikils ráðandi um miðja öldina og gætir allt fram á þennan dag. Af talsmönn-
um þess skóla utan íslands má sérstaklega nefna Dag Strömbáck og Gabriel
Turville-Petre. í nýlegu yfirlitsriti um íslendingasögur heldur Jónas Kristj-
ánsson fram svipuðum viðhorfum og hér hafa verið rakin. Hann gerir grein
fyrir kenningum um íslendingasögur er fram hafa komið á síðustu áratugum
og telur höfunda þeirra alla kunna að hafa nokkuð til síns máls. En hann bætir
við, að einstrengingsleg fastheldni við einstakar kenningar leiði menn á villi-
götur, því að höfundar íslendingasagna séu bundnir í annan skó af ætlunar-
verki sagnanna og heimildum sínum, sögnum, bundnu máli og eldri ritum.