Gripla - 01.01.1990, Page 328
324
GRIPLA
virkjum, de Gaulle varö aö víkja úr forsetastóli en verstu andstæðingar
hans fóru að snúast hópum saman til Gaullisma, fyrrverandi róttækl-
ingar franskir gerðust ‘nýir heimspekingar’, einum ábúanda Elysée-
hallar í París skrikaði fótur í demantahaug svo að sósíalistar komust til
valda í landinu og létu það verða eitt sitt fyrsta verk að senda hið forna
menningartæki fallöxina á þjóðminjasafn.
Á meðan þessir miklu atburðir gerðust, fékkst ég stöðugt við rann-
sóknir. En eftir því sem árin liðu fór svo að rannsóknarefnið klofnaði
smám saman í ótal ranghala, sem greindust síðan í margvíslegar og lítt
fyrirsjáanlegar áttir, uns komið var á slóðir sem mig hafði aldrei grun-
að að ég ætti eftir að troða. Vorið 1982 var ég svo staddur einu sinni
sem oftar á kennarastofu bókasafns Sorbonne og skrifaði þá niður hjá
mér úr bók sem ég var að lesa tölur um efnasamsetningu forn-
egypskra spegla. Pá gerðist ég allt í einu hugsi, og ég fór að velta því
fyrir mér hvernig innblásið skáld eins og Þórarinn Eldjárn myndi fjalla
um rannsóknarferil fræðimanns sem byrjaði á því að rýna í Konungs-
skuggsjá og endaði svo með því - eftir að hafa fetað sig áfram stig af
stigi - að fást við efnasamsetningu forn-egypskra spegla. Mér fannst,
að hvað sem öðru liði færi því ekki fjarri, að ég hefði nú skotið hinum
merka vísindamanni Jóhanni Einarssyni cand. mag. ref fyrir rass, og
væri það fyrsta upphefð mín í fræðunum.
Ég ætla ekki að fara að rekja það hér í neinum smáatriðum hvaða
þjóðgötur, villustigar og gagnstigar liggja í gegnum rúm og tíma frá
Niðarósi á 13. öld aftur til grafa fornríkisins egypska, enda mætti sjálf-
sagt skrifa um það hvort sem menn vildu heldur leynilögreglusögu eða
metafýsiskt skáldrit. En því nefni ég þetta mikla langferðalag að það
var að verulegu leyti eins konar krókaleið utan um vandamál, sem ég
tel enn að skipti nokkru máli í norrænum miðaldafræðum, og ég ætla
nú að gera hér að umtalsefni, en það er hvers konar rit Konungs-
skuggsjá er í raun og veru. Á ég við með þessu hver sé tilgangur höf-
undarins og aðalefni verksins sem önnur efni þess tengjast síðan, eða
með öðrum orðum hver sé grundvallarhugmynd Konungsskuggsjár,
sem skapar einingu hennar og formgerð.
Svo er að sjá að fræðimenn hafi yfirleitt ekki gefið þessu vandamáli
neinn sérstakan gaum, því að þeir hafa gjarnan fjallað um Konungs-
skuggsjá eins og grundvallareðli hennar lægi í augum uppi, eða þeir
hafa skilgreint það í fáum orðum með tilvísun til nokkurra kafla eða