Gripla - 01.01.1990, Síða 332
328
GRIPLA
kenningum um konungsvald og stjómmál, og það hefur að geyma
langa kafla um Iandafræði og náttúrufræði. Innan um þessi atriði, sem
fræðimenn hafa fjallað mikið um, eru svo önnur, sem ekki hefur jafn-
mikill gaumur verið gefinn. I ritinu eru t.d. einnig langir kaflar um
hernaðarlist og vopnaburð, siði við hirðina og biblíuskýringar, og væri
því hægur vandinn að bæta ýmsum nýjum kenningum við þær sem áð-
ur voru taldar. Það mætti t.d. draga fram ýmsar ráðleggingar, sem höf-
undur gefur hirðmönnum og endurtekur margsinnis, og túlka þær
þannig að Konungsskuggsjá hafi verið skrifuð til að stemma stigu við
of mikilli ölteiti við hirð Hákonar konungs.
Þegar málum er þannig háttað er tvennt að varast. Það er engan
veginn verjandi að leggja áhersluna á eitt atriði í Konungsskuggsjá og
halda því fram að það sé aðalefni bókarinnar og hafi hún verið samin
til að fjalla um það, en vanrækja öll önnur atriði verksins. Viðhorf
Sverre Bagge hefur þann kost að sýna hve slík túlkunaraðferð getur
verið varhugaverð, en ekki er laust við að það kunni samt að leiða út í
aðrar ógöngur. Þótt það kunni að virðast nokkuð sennilegt, að efnisval
og kenningar Konungsskuggsjár stafi að einhverju leyti af margvísleg-
um áhugamálum og hagsmunum þeirra lesenda, sem höfundur skrifaði
fyrir, má ekki gleyma því, að Konungsskuggsjá er svo til eina raun-
verulega heimildin um þessi sömu áhugamál, og þannig er erfitt að
forðast að lenda í einhvers konar hringavitleysu. Það er a.m.k. hætt
við því að sú aðferð að skýra efnisval Konungsskuggsjár með því að
vísa til þjóðfélagshóps höfundarins leiði ekki til annars en flytja vanda-
málið um set.17 Þá verður verkið heldur ekki annað en eins konar sóp-
dyngja fjölbreyttra og óskyldra atriða og það nær engri átt: bók-
menntaverk getur ekki verið í einu og á sama hátt pólitískt deilurit,
vísindarit um náttúrufræði og kennslubók handa unglingum.
Hvort sem þessir sagnfræðingar, sem hér hefur verið vitnað í, velja
þann kostinn að taka eitt atriði Konungsskuggsjár út úr samhengi og
17 Sverre Bagge talar um ‘milj0’ höfundar og dugir þaö vel til almennrar lýsingar á
verkinu, en reynist takmarkað þegar á að fara að skýra það nákvæmlega og einstök at-
riði þess. Menn hafa t.d. gjarnan haldið því fram að landfræðikaflarnir í kaupmanna-
bálkinum væru lýsing á verslunarsvæði Norðmanna á 13. öld og ættu þannig erindi til
þeirra yfirstéttarmanna, sem flutt hefðu út framleiðsluvörur sínar. En þetta á engan veg-
inn við um írland, sem langur kafli er helgaður. Hverjir voru þessir ‘kaupmenn’, sem
virtust ekki þurfa neinar upplýsingar um England - helsta viðskiptaland Norðmanna -
og siglingar til þess, en höfðu þeim mun meiri áhuga á því hvort kvalastaðir væru í eld-