Gripla - 01.01.1990, Page 333
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
329
halda því fram aö það sé aðalefni verksins, eða þeir leggja öll atriðin
meira eða minna að jöfnu, eiga þeir yfirleitt það sameiginlegt að þeir
ganga út frá efnisatriðum verksins og leitast við að finna tengsl þeirra
við samtímadeilur, atburði eða félagshópa í Noregi. Ólík viðhorf
þeirra sýna því ekki aðeins að nauðsynlegt er að kanna rækilega hvers
konar rit Konungsskuggsjá er, heldur líka að þessi aðferð, sem beitt
er, leiðir út á villigötur og stuðlar ekki að því að leysa vandamálið. Það
verður að fara aðra leið, sleppa í bili hugsanlegum lesendum verksins
og atburðum í Noregi, en beina athyglinni þess í stað að Konungs-
skuggsjá sem bókmenntaverki, kanna formgerð hennar, samfléttun
hinna ýmsu efnisatriða og stöðu höfundar eins og hann skilgreinir hana
sjálfur.
Fyrsta skrefið í þeirri rannsókn hlýtur að vera fólgið í því að finna
hvaða bókmenntagrein Konungsskuggsjá tilheyrir, hvernig hún tengist
henni og hvernig lögmál bókmenntagreinarinnar koma fram í ritinu.
Þegar hér er komið virðist málið fara að einfaldast allmikið. Konungs-
skuggsjá er að vísu alveg einstakt rit í norrænum bókmenntum, en
þegar litið er á hana í samhengi við vestrænar miðaldabókmenntir má
finna ýmis konar hliðstæður. Þótt fræðimenn hafi greint á um margt,
hafa þeir jafnan verið sammála um að Konungsskuggsjá sé hluti af
þeirri vestrænu bókmenntagrein, sem nefnd hefur verið sama nafni,
þ.e.a.s. konungsspeglar eða ‘Furstenspiegel’ á þýsku. (Hér á eftir
verður fræðiorð þetta stundum íslenskað ‘furstaspegill’, einkum í
beygðum myndum sem íslenskan heimtar.) Hefur norska ritið gjarnan
verið rannsakað í þessu samhengi. Wilhelm Berges ver miklu máli í að
fjalla um Konungsskuggsjá í riti sínu Die Fiirstenspiegel des hohen und
spaten Mittelalters.18 f Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
spyrðir Anne Holtsmark Konungsskuggsjá saman við sænska ritið Um
styrilsi kununga ok höfdhinga, sem er pólitískt verk frá 14. öld í anda
Aristótelesar, og fjallar hún um bæði ritin í dálki sem hún nefnir
‘Kongespeillitteratur’.19 í doktorsritgerð sinni ber Sverre Bagge stjórn-
málahugmyndir Konungsskuggsjár saman við kenningar erlendra
fjöllum á íslandi og hver væru helstu ‘undur’ írlands? Ekki virðist vera hægt að benda á
neitt ákveðið ‘miljö’ sem skýri í einu og öllu efnisval Konungsskuggsjár.
18 Stuttgart 1938 (endurútgáfa 1952).
19 Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder IX, 1964.