Gripla - 01.01.1990, Page 334
330
GRIPLA
‘furstaspegla’ frá sama tíma og eldri, en gerir þó ekki bókmenntalega
rannsókn á samhenginu.20
Nú ætti að vera mjög auðvelt að gera slíka rannsókn, því að fræði-
menn hafa löngum sýnt þessum vestrænu ‘furstaspeglum’ mikinn
áhuga og helgað þeim margvísleg fræðirit. Fyrir utan verk Wilhelm
Berges mætti nefna bók Hans Hubert Antons Furstenspiegel und Herr-
scherethos in der Karolingerzeit21 og bók Kleinekes Englische Fursten-
spiegel von Policraticus bis zum Basilikon Doron König Jakobs I.22
Ekki virðist því annað þurfa að gera en fylgja eftir niðurstöðum þess-
ara rita og rekja tengsl Konungsskuggsjár við erlendu bókmennta-
greinina.
En maður uppgötvar því miður fljótt, að þessir fræðimenn, sem
fjallað hafa ítarlega um ‘furstaspegla’ miðalda, hafa vanrækt að gera
það, sem þó virðist eiga að vera fyrsta stig rannsóknanna, þ.e.a.s. að
setja fram skýra skilgreiningu á verkefninu. Enginn fræðimaður hefur
þannig skilgreint nákvæmlega hvað sé ‘Furstenspiegel’, í hverju eining
þessarar bókmenntagreinar sé fólgin og hver sé afstaða hennar til ann-
arra bókmenntagreina á sama tíma. Þeir hafa einnig vanrækt að gera
skipulega bókmenntalega rannsókn á þessari grein, og því aldrei rann-
sakað það sem sérstakt verkefni hvort höfundar þessara ‘furstaspegla’
hafi haft áhrif hver á annan eða þeir hafi skrifað verk sín sjálfstætt og
hvort bókmenntagreinin hafi þróast eftir einhverjum innri rökum eða
einungis fylgt almennum breytingum á stjórnmálaástandinu. Reyndar
virðast fræðimennirnir gera sér grein fyrir þessum vandamálum, og má
finna á víð og dreif í ritum þeirra svör við ýmsum þeim spurningum,
sem hér hafa verið settar fram. En ástæðan fyrir því að þeir fjalla ekki
um þær á kerfisbundinn hátt er sú, að í raun og veru eru þeir ekki að
rannsaka þessa ‘furstaspegla’ sem bókmenntaverk, heldur nota þeir
verkin fyrst og fremst sem heimildir um eitthvað annað, þ.e.a.s. um
hugmyndir miðaldamanna um siðferði í stjórnmálum. Þannig kallar H.
H. Anton rit sitt Fúrstenspiegel und Herrscherethos, og fyrsti hluti bók-
ar Berges - og sá eini sem fjallar um miðaldaritin í heild - nefnist ‘Die
politische Ethik des hohen und spáten Mittelalters nach seinen Fur-
20 Sverre Bagge, Den politiske ideologi i Kongespeilet, Bergen 1979, sjá einkum bls.
22-26 og 221-261.
21 Bonn 1968.
22 Halle 1937.