Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 336
332
GRIPLA
fremst að bera saman líf við hirðina og líf helgað heimspeki og sýna
fram á yfirburði síðari kostsins.25 Höfundur lýsir að vísu einnig þeim
umbótum, sem hann telur nauðsynlegt að gera í Englandi, og veltir því
fyrir sér hvernig heimspekin geti ráðið ríkjum, en þessar hliðar verks-
ins gera það ekki að ‘furstaspegli’. Polycraticus er umfangsmikið verk
um heimspeki og siðferði, miklu stærra og yfirgripsmeira en þau verk
sem flokkast undir þá bókmenntagrein, og skrifað frá öðrum sjónar-
hóli.26
Þegar búið er að útiloka þau verk sem falla ekki undir skilgreining-
una, eru eftir innan við tuttugu ritsmíðar eldri en Konungsskuggsjá
eða frá svipuðum tíma, sem hægt er að kalla ‘furstaspegla’.27 Hvað rit-
25 Eins og undirtitillinn sýnir glögglega: ‘de nugis curialium et vestigiis philosophor-
um’ (útg. C.J. Webb, Oxford 1909).
26 Wilhelm Berges segir, að maður gæti kallað Polycraticus e.k. ‘Corteggiano’ 12.
aldar, ef höf. tæki ekki ‘heimspeki’ fram yfir ‘hirðmennsku’ (sbr. Berges, tilv. rit, bls.
136). Þetta nægir þó ekki til að gera verkið að ‘Furstenspiegel’.
27 Þessi listi yfir ‘furstaspegla’ miðalda, eldri en Konungsskuggsjá, er byggður á
rannsóknum H. H. Antons, W. Berges og W. Kleineke og þarfnast vafalaust endur-
skoðunar. Hann er á þessa leið:
1. Smaragdus frá Saint-Mihiel, Via regia, samin um 800-814 fyrir Lúðvík guðhrædda,
sem þá var konungur af Akvítaníu (Patrologia latina 102, 931-970).
2. Ernold svarti, Önnur elegta fyrir Pippin konung af Akvítaníu, samin um 828 (Monu-
menta Germaniae Historica poet. lat. II, bls. 1-91).
3. Jónas frá Orléans, De institutione regia, samið um 831 fyrir Pippin af Akvítaníu, sbr.
Jean Réviron, Les idées politico-religieuses d'un évéque du IXe siécle. Jonas d’Or-
léans et son ‘De institutione regia’, París 1930. (Verk Jónasar virðist upphaflega hafa
heitið Admonitio Jonae episcopi ad Pippinum, og er sá titill, sem verkið er nú þekkt
undir, eftir útgefanda á seinni tímum (sbr. H.H. Anton, tilv. rit, bls. 216). Pessi ósið-
ur útgefenda, einkum að því er virðist á 19. öld, að ‘skíra upp’ miðaldaverk hefur
valdið miklum ruglingi.)
4. Sedulius Scotus, Liber de rectoribus christianis, samin milli 855 og 859 fyrir Lóthar 2.
(Patrologia latina 103, 291).
5. Hincmar frá Reims, De regis persona et regio ministerio, samið um 873 fyrir Karl
sköllótta (Patrologia latina 125, 833-856).
6. Hincmar frá Reims, Ad proceres regni og Ad episcopos regni, samin 882 fyrir Karlo-
man konung (Patrologia latina 125, 993-1018).
7. Gottfred frá Viterbo, Speculum regum, samið 1180-83 og tileinkað Hinrik 6. keisara
(M.G.H. SS 22, bls. 21-93).
8. Helinand frá Froidmont, De regimine principum, samið um 1200 (verk þetta er glat-
að, og eru ekki varðveittir nema útdrættir, sem Vincentius frá Beauvais notaði í
Speculum doctrinale, sbr. Wilhelm Berges, tilv. rit, bls. 295-6).
9. Egidius frá París, Carolinus, saminn 1200 fyrir Lúðvík prins, síðar Lúðvík 8. Frakk-