Gripla - 01.01.1990, Page 339
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
335
höfundur hinar fjórar höfuðdyggðir til að byggja upp frásögn af ævi
Karlamagnúsar, sem hann telur vera öðrum konungum til fyrirmynd-
ar. Tvö verk, sem hægt er að telja til þessa flokks, Speculum regum
eftir Gottfred frá Viterbo og La Philippide eftir Guilelmus Brito
(Guillaume le Breton), nálgast hins vegar meir að vera hrein sagn-
fræðirit, og er þar ekki dyggðaskrá.
3) Til þriðja flokks ‘furstaspegla’ teljast verk, sem telja ekki einung-
is upp þá kosti, sem fyrirmyndarkonungur á að hafa, heldur lýsa hon-
um einnig í hlutverki sínu. Efni þessara rita er því tvíþætt: annars veg-
ar segja þau frá einkennum hins réttláta konungs, og hins vegar fjalla
þau um það hvernig hann getur viðhaldið réttlæti í þjóðfélaginu. Verk
af þessu tagi er De regis persona et regio ministerio eftir Hincmar frá
Reims, samið um 873, sem fjallar fyrst og fremst um konung í hlut-
verki herforingja og dómara, og Liber de rectoribus christianis eftir
Sedulius Scotus, samið um 855, sem fjallar á kerfisbundinn hátt um
‘góða konunginn’ (bonus princeps), sem borinn er saman við andstæðu
sína rex impius, og um afstöðu hans til þeirra sem umgangast hann.
Eruditio regum et principum eftir Guibert frá Tournai, samið 1259, er
einnig mjög kerfisbundin hugleiðing um sjálfsaga konungs og hvernig
hann geti síðan agað þegna sína.
4) Fjórði og síðasti flokkur ‘furstaspegla’ er að mörgu leyti líkur hin-
um þriðja, þannig að mörkin eru ekki alltaf ljós, en munurinn er sá, að
viðfangsefni þeirra verka, sem hér er hægt að flokka, eru umfangs-
meiri, og sjóndeildarhringurinn er víðari. í stað þess að lýsa einungis
fyrirmyndarkonungi og hlutverki hans fjalla höfundarnir um stjórn-
valdið yfirleitt, afstöðuna milli konungsvalds og kirkjuvalds og kon-
ungdæmi og hlutverk þess. Meðal þeirra verka, sem unnt er að telja til
þessa flokks, má nefna De institutione regia eftir Jónas frá Orléans,
samið um 831, og bréfin tvö sem Hincmar frá Reims skrifaði árið 882,
Ad proceres regni og Ad episcopos regni. Þótt Liber de regimine civita-
tum eftir Jóhannes frá Viterbo, samið um 1228, sé skrifað fyrir borgar-
stjóra (podestá) í ítölskum borgum, hefur það einnig að geyma kerfis-
bundnar hugleiðingar um þessi málefni: verkið byrjar á skýringum á
helstu hugtökum í stjórnmálafræðum, eins og regimen, civitas og pot-
estas, og síðar er fjallað mjög rækilega um keisaravald og páfavald.
Um miðja 13. öld vann hinn mikli alfræðibókarhöfundur Vincentius
frá Beauvais að yfirlitsriti um stjórnmál, og þótt verkinu yrði aldrei
lokið, voru þrjú brot úr því gefin út. Fjallar hið fyrsta, De eruditione